Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 264
Skýrsla
uni mjólkurskólann 1909.
Frá því er skýrt i 23. árg. Búnaðarritsins, að í retur
sem leið voru 5 nemendur í skólanum hérna. Því náms-
skeiði lauk 12. maí meb burtfararprófi. Sigurður búfræð-
ingur Sigurðsson var prófdómari. Reynt var í sömu
námsgreinum og vant er. Allar námsmeyjarnar gengu
undir prófið og fengu þær þessar einkunnir: stig.
Þóra Sigurðardóttir, Brekkukoti í Hjaltadal, Skagafj.s. 5,44
Bjarnfríður Ásmundsdótfir, Háteig á Akran., Borgfj.s. 5,14
Guðný Óladóttir, Höfða, S.-Múlas.......................5,14
Guðbjörg Jónsdóttir, Skálholti, Árness............... 4,89
Valgerður Gísladóttir, Þorvaldseyri, Rangárv.s. ... 4,84
Eins og árið áður kom eg i eftirlitsferð á rjómabúin
austan fjalls, í Borgarfirði og í Staðarsveit í júlí og ágúst.
Eg reyndi eins og vant er rjómann frá hverjum ein-
stökum félagsmanni, og visa eg um það til sérstakrar
greinar í þessu riti.
Rjómabúin voru í sama lagi og vant er. Á flestum
búunum var þó nú meiri rjómi en áður. Gott er það,
og vonandi að svo verði líka að sumri, og að útflutn-
ingur smjörs aukist frá þvi, sem verið hefir síðustu árin.
Það reynist jafnan svo, að smjörið er sá varningur, sem
bændur verða að láta sér annara og annara um, ef þeir
eiga að geta látið tekjurnar samsvara gjöldunum, sem
eru altaf að aukast.
Það tel eg líka framför í búnaði, að margir bændur
eru aftur farnir að láta mjólka ærnar og senda rjómann
í rjómabúið.