Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 265
BÚNAÐARRIT.
261
Ekki er smjörið á rjómabúunum alstaðar jafngott.
Eg held að það komi helzt af því, að sýringin er ekki
nógu regluleg. En það kemur aftur af því, að rjóma-
skálarnir eru flestir svo gerðir, að ekki er unt að halda
rjómanum mátulega heitum, meðan á sýringu stendur.
Ef fljótt kólnar i veðri, kólnar rjóminn of fljótt og verður
því ekki orðinn súr næsta morgun. En strokka verður
rjómann, áður en rjómi kemur aftur, svo að bústýran
heflr engin önnur ráð en að strokka rjómann eins og
hann er. En þá hlýtur smjörið að verða ósamkynja og
ekki gott.
Á hverju rjómabúi þyrfti að búa til sérstakt sýr-
ingarherbergi handa rjómanum og sýrunni. Það þyrfti
að vera með tvöföldum veggjum og „stoppað" á milli,
svo að rjóminn geti orðið jafnheit.ur til morguns, þó að
kólni i veðri. Með því lagi má ráða sýringunni, og skiftir
það mjög miklu smjörgerðina og smjörgæðin.
Margir smjörsalar kvarta yflr því, að íslenzka smjörið
sé ósamkynja og geymist illa. Eg held að þeir mundu
hætta því, ef menn færi að ráða sýringunni á þann hátt,
sem nú var á bent. Það tel eg mestu skifta næst þvi,
að rjóminn, sem búunum er sendur, sé góður og gallalaus.
Það er nú verið að gera ýmsar tilraunir hér í skól-
anum með meiri sýringu og minni, heitari rjóma og
kaldari, sýringu með áfum og sýrðri mjólk o. fl. Eg
vona að eg geti í vor látið menn vita, hver niðurstaðan
hefir orðið.
Sum rjómabú geyma smjörið helzt til lengi heima,
alt að viku eða hálfum mánuði. Það er mikils til of
langur tími, nema ishús sé við búið. Smjörið þyrfti að
senda frá búinu til íshúss þriðja hvern dag eða fjórða.
Ef það er geymt á rjómabúinu, missir það fljótt nýja
bragðið og fer að þrána. En ef smjör er farið að þrána
— það má finna það á remmubragðinu —, verður ekki
úr þvi bætt, þótt smjörið sé látið í íshús.