Búnaðarrit - 01.01.1910, Side 272
268
BÚNAÐARRIT.
15. Lísibet Jónsdóttir, Kolsholti, Árnessýslu
16. Margrét Ó Arnadóttir, Bæ, Barðastrandarsýslu
17. Pétur Jónsson, Þingvöllum, Árnessýslu
18. Sigríður Arnadóttir, Drangshlíð, Rangárvallasýslu
19. Steinvör Sigurðardóttir, Sámsstöðum, Rangárv.sýslu
20. Þóra Guðmundsdóttir, Arabæ, Árnessýslu
21. Þorbjörg Vigfúsdóttir, Þverá, Öxnadal, Eyjafj.sýslu
22. Þórunn Ólafsdóttir, Meðalfelli, Kjósarsýslu.
Verðlaunin voru, eins og vant er, stafir, svipur,
silfurskeiðar og skúfhólkar, með á gröfnu fangamarki,
orðunum „verðlaun11 og ártali.
Rannsókn á fóðurmjöli o. fl.
Soyamjöl I Soyamjöl V Fjallagrös
Vatn °/o 10,63 10,50 13,08
Aska .:.... — 5,82 6,25 3,23
Eterextrakt (Feiti) . . — 2,50 4,09 1,18
Köfnunarefnissamb. — 44,85 45,55 2,20
Önnur efni (kolahydröt) — 36,20 33,61 79,31
Soyamjöl I og V er frá Vilh. Bernhöft tannlæki.
Köfnunarefnissamböndin eru alveg óvenjulega mikil í því,
og ætti það því að vera gott kraftfóður.
Af soyamjöli fást 5 tegundir, nr. 1, 2, 3, 4 og 5,
og er lítill verðmunur á þeim, en nr. 1 er þó ódýrast
og nr. 5 dýrast. Það kemur lika vel heim við efna-
samböndin, því að í nr. 5 er meira bæði af feiti og
köfnunarefnis-samböndum en í nr. 1, þótt ekki muni
það miklu. Fyrir menn, sem kaupa fóðurbæti, væri
vert að veita þessu mjöli athygli, ef verðið á því verður
ekki því hærra.
Fjallagrösin hafa einkenniiega lítið af bæði feiti og