Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 274
270
BÚNAÐARRlT.
líta alt of mjög á það, hversu mikla uppskeru þau gefa;
vér verðum líka að taka tillit til þess, hversu bragð-
góðar kartöflurnar eru.
Þó sagt hafi verið hér á undan, að eiginleikarnir
gengi í erfðir, þá er það ekki svo að skilja, að engin
tilbreytni geti átt sér stað innan afbrigðanna. Smávegis
tilbreytingum bregður einatt fyrir hjá ýmsum einstakl-
ingum, og sé sú tilbreytni til bóta, þá má hafa hennar
not, ef vel er á haldið.
Allir þeir, sem nokkuð að ráði hafa fengist við
kartöflurækt, hafa tekið eftir því þegar verið er að taka
upp, að það er ekki jafnvel sprottið undir hverju grasi,
þótt afbrigðið sé hið sama. Yafalaust orsakast þetta
oft eða oftast af misjöfnum áburði eða misjöfnum í
jarðveginum, en þetta getur líka oft átt rót sína að
rekja til eðlis einstaklinganna, og sé svo, þá er þarna
opnaður möguleiki til að bæta kynið. Og til þess
útheimtist ekki annað en eftirtekt og framkvæmdar-
semi með það, að velja úr frjósömustu plönturnar,
halda þeim sér og hafa til útsæðis, velja aftur það
bezta úr þeim o. s. frv. Með þessu móti má bæta
kynið á nokkrum árum, svo að um muni. En á hina
hliðina eru miklar líkur til, að kynið gangi úr sér smátt
og smátt, sé þetta ekki gert.
Slíkar jurtakynbætur, bygðar á úrvali, eru ein-
faldar og auðgerðar. Garðyrkjumaðurinn þyrfti að veita
vexti plantnanna eftirtekt við og við um [sumarið og
merkja þær, sem skara fram úr. Taka þær ; svo frá
um haustið, ef undirvöxturinn er mikill.
Vildi einhver af alúð leggja þannig lagaðar kartöflu-
kynbætur fyrir sig, þá mundi það sýna sig, að eftirsókn
yrði eftir kartöflu-útsæði frá honum.
E. H.