Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 276
272
BÚNAÐARRIT.
verkfærasalar lána til hennar: plóga, mótora, hreyfivélar,
þreskivélar, sáðvélar o. s. frv. Um öll þessi verkfæri
o. fl. eru haldnir iðnfræðilegir fyrirlestrar.
Námsskeiðið var fyrirhugað 1.—15. marz. Hver
nemandi borgar 20 kr. fyrir kensluna.
í sama tímariti er skýrt frá því, að tilætlunin hafi
verið að taka 30 nemendur, en þá voru þeir orðnir 45,
og ekki hægt að taka fleiri í það sinn.
* Yerklega kenslan átti að fara fram fyrri hluta dags,
kl. 8—12, en munnlega kenslan seinni hlutadags, 2—6.
Sunnudagurinn notaður til kynnisferða.
Við verklegu kensluna er nemendunum skift niður
í deildir, 5—6 í hverja. Hver deildin fyrir sig er með
leiðbeiningu kennara látin fást við verkfærin.
E. H.
Æ thugasemd.
Á 145.—146. og 148.—149. bls. lijer að framan, þar seni talað
er um vetrarbigg og þroskatíma biggs, hefur gleimst að vitna í
það, sem landlæknir G. Schierbeck liefur ritað um tilraunir siuar
að rækta korn í Tímar. Bmfjel. VII 57—63 og XI 174—175 bls.
Þar sjest, að bigg, sem sáð var til að haustinu, var orðið full-
þroska 11. ágúst næsta ár, eða sem næst á Ólafsmessu siðari
(3. ágúst) í gamla stíi, ef tekið er tillit til þess munar, er var á
gamla og níja stíl á 12. og 13. öld (sbr. Reikhóla, nr. 44). Fimm
dögum síðar (16. ágúst) náði það bigg þroska, sem sáð var til
um miðjan vetur (22. febr.). Vorbigg náði þroska á rjettum 90
dögum (sáð 28. maí, fullþroska 26. ágúst).
R. M. 0.