Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 279
BÚNAÐARRIT.
275
Frá Leith íór eg norður á bóginn til eyjanna með
gufuskipinu Rögnvaldi helga. Ágætt veður og falleg
sjón til beggja hliða út fjörðinn, akrar, skógar, reisuieg
bændabýli og borp hér og þar á ströndunum. Yorum
2 tíma út að eyjunni M a y. Andspænis þeirri eyju á
landi er borgin Anstruther. Þegar kemur þar norð-
ur fyrir, sést til allhárra fjalla inni i landi, en ströndin
er aflíðandi, grasi og skógi vaxin. Eftir 8 tíma ferð
komum við í Aberdeen. Það er allstór borg á austur-
strönd Skotlands. Þá var farið að rökkva, og viðstaðan
var ekki nema 4 tímar, svo ánægjan varð ekki mikil
að þeirri dvöl.
Eflir 2x/2 tíma siglingu frá Aberdeen norður eftir,
kemur austasti höfðinn á Skotlandi, Péturshöfði; þar
er stór borg með sama nafni. Eftir 1*/» tíma siglingu
þaðan liggur leiðin fram hjá Fraserborg. Þar fer
landið að beygja inn með M o r a y - f 1 ó a, en skipið fer
fyrir flóamynnið og stefnir á norðausturhöfðann á Kata-
nesi (Caithness), Duncansbay-höfða; var það 61/*
tíma ferð. Höfðinn er ekki óhkur Ingólfshöfða til að sjá,
en minni er hann. Báðumegin við höfðann er ströndin
iág og afliðandi í sjó fram. Vestan við höfðann er
ströndin hvít af skeljasandi.
Það lítur svo út sem næðingasamt muni vera á
Katanesi. Mishæðir litlar og lítið um skóga. Margt er
þar af bændabýlum og alimiklir akrar og engi, en þess á
milli stórir lyngflákar.
Norðan við nesið, milii þess og Orkneyja, er
Pettlandsfjörður. Hann er 6 mílur enskar á breidd.
Leið skipsins liggur nú fram hjá litlum hálendum hólm-
um, er nefnast Pentland-Skerries. Á þeim er viti.
Nokkru vestar á firðinum er allstór eyja, er Straumey
(Stroma) nefnist.
Orkneyjar taka nú við hver af annari, og skamt
er inn að Kirkjuvogi. Þangað komum við og dvöld-
18