Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 281
BÚNAÐARRIT.
277
Eftir áliti fróðra manna eru hinir upprunalegu kyn-
stofnar Hjalta þeir sömu og vor íslendinga. Mestur
hlutinn Norðmenn og að nokkru leyti Keltar. J. J.
segir að nokkur keltnesk nöfn séu nægileg til að sanna
það, að þegar Norðmenn komu til Hjaltlands, hafi þar
verið Keltar fyrir1).
Hjaltar líkjast mjög íslendingum. En kynið hefir
vitanlega nokkuð blandast skozku kyni. Talið er, að í
sumum landshlutum hafi menn haldið sér að nokkru
leyti fyrir sig. Frændræknin hjá Hjöltum mun vera á
eins háu stigi og frændræknin hér. í huganum eru
þeir hlyntir öllu því, sem norrænt er, og það kvað ekki
hafa verið sjaldgæft alt fram á þessa tíma, að alþýðan
hataðist við alt það, sem skozkt var eða enskt, en slíkt
er nú óðum að breytast. Sambúð þeirra Hjalta og Skota
er að verða góð. En sjálfstæðisþráin lifir þó. Eyjaskeggjar
nefna sig Hjalta (Shetlenders), en Skotum, sem þar eru,
hættir við að nefna alla eyjabúa Skota einu nafni, og
segja þeir að Hjaltland sé nyrzti hluti Skotlands.
Eins og þegar er sagt, er málið skozkt, en þó er
það með nokkuð einkennilegum blæ, og allmörg orð eru
norræn ; hafa þó flest þeirra tekið þeim breytingum, að
málfræðingar einir geta úr þeim greitt. Allmargir Hjaltar
óska að færa málið aftur í sinn forna búning, og þykir
þeim vænt um allar þær leifar norrænunnar, sem enn
eru í málinu. Svo eg nefni eitthvað til dæmis eru tvö
hús í Leirvík, sem bera vott um þetta; heitir annað
Hjaltland en hitt Kveldsró. Framan á almanaki,
sem gefið er út í Leirvík, standa einkunnarorðin: „Með
lögum skal land byggja".
Leirvík (Lerwick) er höfuðborgin á Hjaltlandi; hún
or austan á aðaleyjunni, sunnan til. Rétt þar austan
við er eyja, sem heytir Bressay. Leirvikurhöfn er í
1) Dr. J. J.: ShetlantUöernes Stednavne.