Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 282
278
BÚNAÐARRIT.
sundinu. Ágæt höfn. Skipaleið út úr sundinu bæði til
suðurs og norðurs. Steinbryggja og skipaklappir við land.
Hjaltar stunda síldveiði af kappi mikiu, og fjöldi út-
lendinga hefst þar við um veiðitímann. Eg kom til Leir-
víkur á laugardagskvöld; þá voru öll skipin komin inn
á höfn, lágu þar hlið við hlið og nær því fyltu höfnina, þó
stór sé. Lágu þau inni allan sunnudaginn, en öll fóru
þau út á mánudagsnótt. Eg hafði aldrei sóð annan eins
skipafjölda saman kominn. T>etta voru bæði seglskip og
gufuskip. Mér var sagt að tala skipanna mundi vera
um 700. Margt af þeim eiga Hjaltar sjálfir. Skip þeirra,
þau sem til 1. flokks teijast, eru nokkuð á 3. hundrað.
íslenzkir sjómenn mundu óefað geta haft þess not, að
kynna sér veiðiskap Hjalta.
í skýrslu frá 1901, er mun vera nýjasta skýrsla í
sinni röð, því hún er tekin upp í Hjaltlands almanak
1909, er mannfjöldinn í Leirvík talinn alls 5661, en
íbúar Hjaltlands alls 28166. Húsin í Leirvík eru öll úr
steini, ýmist ein eða tvær hæðir. Enskur byggingar-
stíll er á þeim öllum. I elzta hluta bæjarins eru göt-
urnar mjóar, krókóttar og óreglulegar, en allar eru þær
steinlagðar. Á seinni árum eru nýjar götur gerðar
breiðari, og eru þær púkklagðar, en gangstéttar hellu-
lagðar.
Eg hafði lengi hlakkað til að koma til Hjaltlands
og Orkneyja, þessara staða, sem svo víða er getið um
í fornsögum vorum, og finna þar frændur, álíka skylda
oss eins og Norðmenn oða að öllum líkindum ennþá
skyldari. Eg hefi álitið að meira mundi vera að læra
þar fyrir oss viðvíkjandi jarðrækt, en á Norðurlöndum,
vegna þess að loftslagið væri svo líkt því, sem það er
hér. Þar er eyjaloft, lítill sumarhiti og lítill vetrarkuldi,
stormasamt mjög og rigningar miklar, einkum á Hjalt-
landi, og skóglaust land.
Fyrsti dagur minn í Leirvík var sunnudagur. Þann
dag halda Bretar kyrru fyrir. Hjá þeim er sunnudagur-