Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 283
BÚNAÐARRIT.
279
inn bæði hvíldardagnr og helgidagur, meir en á sér stað
hjá Norðurlandabúum. Bretar vinna ekkert á sunnu-
dögum, annað en hið allra nauðsynlegasta. Alstaðar
ríkir kyrð og friður. Það eru mikil umskifti frá því
sem er aðra daga vikunnar. Maður venst þessu vel.
Yér ættum að taka oss þetta til fyrirmyndar og leggja
niður ónauðsynlega sunnudagavinnu, sem altaf er óvið-
kunnanleg.
Það var ekki hægt um vik með að skoða sig um
fyrsta daginn, sem eg var í Leirvík, því þoka var yfir,
svo ekkert sást. Henni fór að létta þegar leið undir
kvöldið. Pór eg þá upp á háls einn norðvestur af bæn-
um, til að fá útsjón yfir borgina og landið í kring. Jarð-
rækt þeirra Hjaltanna kom mér nokkuð undarlega fyrir
sjónir þaðan af hálsinum. Eg átti ekki von á, að þeir
væru farnir að nota plóginn svo mikið, að þeir hefðu
land í flögum yfir sumarið. En þarna af hálsinum sá
■eg alt ein flög í túnunum, hér um bil þriðjunginn af
þeim í flögum. Mér fór ekki að verða um sel, því þetta
var svo fjarstætt því, sem eg hafði gert mér hugmynd
um. Flögin voru svo hrein að sjá og laus við illgresi,
að þau hlutu að vera eins vel hirt eða betur en þar
sem það er allra bezt í jarðyrkjulöndunum. Að vísu
var iiturinn á jarðveginum ekki sem æskilegastur, hann
var nokkuð brúnleitur. Fór eg að hugsa um, hvað As-
geir mundi finna í þessum jarðvegi, liklega mikið af
járni, en sjálfsagt iíka mikið af frjóefnum. Það mundi
þurfa að ræsa jarðveginn betur, til þess að gera járnið
óskaðlegt, en þá hlyti þarna að verða fyrirtaks jarðveg-
ur, eftir svona vandaða plægingu. Eg gekk svo heim
aftur í þungum þönkum, en þetta skýrðist fljót.t á annan
veg. Mórauðu blettirnir voru engin flög, heldur síldar-
net, sem breidd voru á túnin. — Þetta var nú fyrsta at-
hugun mín um jarðræktina á Hjaltlandi.
Daginn eftir fór eg að leita uppi stjórn Búnaðar-
félags Hjaltlands. Formaðurinn var þá erlendis, en