Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 285
BÚNAÐARRIT.
281
Grjótið er höggvið og garðarnir steinlímdir og 2 álna
háir veujulega, en stundum alt upp að 4 álnir á lræð.
Við íbúðarhúsin eru dálitlir blómgarðar, þar senr
því verður við komið. Einn skemtigarður fyrir almenn-
ing er i útjaðri bæjarins; hann er um 10 dagsláttur að
stærð. Alt að því helmingur af honum er leikvöllur.
Meðfram girðingunni eru örfá tré á stöku stað, en þau
ná varla upp fyrir hana. Það voru reyniviður, tvær
algengustu tegundirnar, víðir, hlynur, geitblað, ribs og yllir.
Nokkuð var þar af blómum einærum og fleirærum: néllik-
um, prímídum, fjcilum og fingurbjörgum (digitalis). Alt að
því helmingur af garðinum var grjótholt; mun ætlunin
sú, að gróðursetja þar tré. Á tímabilinu 15. maí til 15.
júlí er skemtigarðurinn opinn frá því kl. 7 á morgnana
til 11 á kvöldin; en á tímabilunum 1. apríl til 15. maí
og 15. júlí til 30. sept. er opið frá því kl. 8 á morgn-
ana til klukkutíma eftir sólarlag, og annan tírna árs er
garðurinn opinn frá kl. 9 árd. þangað til hálítíma eftir
sólarlag.
Skógar eru engir á Hjaltlandi, og trjáræktin í görð-
unurn í Leirvík er á litlu hærra stigi en í Reykjavík.
Það er auðsjáanlega við svipaða erfiðleika að stríða í
báðum stöðunum: Vöntun á sumarhita og vöntun á
skjóli. Trón vaxa jafnhátt garðbrúnunum, óvíða mun
hærra, þá iítur svo út sem klipt só ofan af þeim. En
þar sem trjábeltið er breitt, hækka trén nokkuð eftir
því sem innar dregur frá stormaáttinni.
Skamt frá Leirvík er höfðingjasetur eitt að nafni
Hallendale; þar býr Grearsen óðalsbóndi. Um leið
og mér varð litið þangað heim, skírði eg þann bæ
Skriðu. í garði fram undan húsunum voru svo há og
falleg tró, ölík öllum öðrum trjám, er eg hafði séð þar
í grend. Eg var svo heppinn, að komast í kynni við
hjónin í Hallendale, og sýndu þau mér garðinn sinn.
Hæstur var hlynviðurinn, um 30 fet á hæð eða vel það;
hann var sagður um 100 ára gamall. Þar var líbúrn-