Búnaðarrit - 01.01.1910, Síða 286
282
BÚNAÐARRIT.
um 10 íeta hátt, er nýlega hafði blómgast þegar eg var
þar i garðinum, 22. ágúst. Epli uxu þar upp við vegg
í góðu skjóli móti suðri. Þar var heslikjarr, 6 feta
hátt. Þyrnitré 40 ára gömul höfðu aldrei náð upp yfir
garðbrúnina. Barrféllir 14 ára gamall, 6 feta hár,
hJœösp (populus tremula) 5 ára, 6 feta há, birki 10 fet,
rósir voru alblómgaðar og rhódódendron. Auk þess var
þar elri, álmur, rihs og þyrniber. Þar var fjöldinn allur
af blómplöntum einærum og fleirærum.
í matjurtagarðinum voru grænar ertur fullsprottnar,
þar var blómkál og annað höfuðkál, gidrœtur, pastínalc-
rætur, nœpur, JireðJcur, salat, spínat, lauJcur, rhaharher og
jarðarher. Dálítill gróðrarskáli var þar í garðinum; í
honum voru ræktaðar ýmsar blómjurtir.
I Leirvík kyntist eg garðyrkjumanni einum, Simon
Hyslop að nafni. Hann hefir allmikla garðrækt þar og
selur talsvert af plöntum. Eitt gróðurhús hefir hann 17
álna langt og 4Vs álnar breitt. Það er úr gleri til
beggja hliða og hefir kostað alls um 100 £. Mesta
fjölda af ýmiskonar plöntutegundum hafði hann inni í
húsinu og í garði úti fyrir. Inni í húsiuu taldi eg 36
tegundir af blómplöntum, úti í garðinum álíka margar,
10 trjátegundir og 12 matjurtategundir. Þar þróuðust
Jiimher og jarðarher. Frá Ilyslop hefi eg íengið talsvert
af plöntum og fræi til gróðrarstöðvarinnar, af þeim teg-
undum, sem vel reynast á Hjaltlandi.
Matjurtaræktin er fjölbreyttari í Leirvík en í Reykja-
vík, og blómrækt í görðum úti er þar einnig algengari,
en minna er þar af inniblómum en hér. Kemur það
ef til vill af því, að þar er svo handhægt að ná í blóm
hjá Hyslop þegar á liggur.
Leirvíkurbúar eru íþróttamenn eins og Skotar. Mesta
stund leggja þeir á knattleik, en þessi íþrótt kemur nið-
ur á túnunum þar í grendinni. Bæjarbúaj leigja sér
túnbletti fyrir leikvöll, og bærinn á líka auk þess sumt
af leikvöllunum, og eru þeir hafðir til almenningsnota.