Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 288
284
BÚNAÐARRIT.
að rúm handa 72 gamalmennum. Reikningurinn fyrir
síðasta missirið sýndi, að kostnaðurinn allur var 641 £
12 sh. 6 d. um missirið eða rúmlega háift 12. þúsund
krónur. í því er alt talið: hirðing, föt og fæði, ljós og
hiti, tóbak og læknishjáip, meðui og greftranir, rentur
og viðgerð á húsinu, bækur, pappír og frímerki. Húsið
er stórt og vandað; um annað en steinhús er auðvitað
ekki að tala; fylgir því stór matjurtagarður, blómgarður
og hænsabú. Smíðaherbergi og baðherbergi eru í hús-
inu, borðsalur, sjúkraherbergi og kirkja. í sumum svefn-
herbergjunum voru um 20 rúm.
Ratter kvað reynsluna hafa sýnt, að ódýrara væri að
framfæra gamalmennin á þennan hátt en að gefa með
þeim, og auk þess færi ágætlega um þau á þessu heimili,
og væri það mest um vert.
Fátækramálum sínum hafa Bretar komið í mjög
gott horf. Með lögum 1. ágúst 1908 er ákveðið, að
rikið veiti vikulegan styrktareyri til allra, karla og
kvenna, sem eru yflr 70 ára að aldri og hafa ekki £
31.10.0 eða þar yfir í árstekjur. Styrkurinn er skoð-
aður sem gjöf og skerðir ekki pólitískan né borgaraleg-
an rétt. Reiknast hann þannig:
Styrkur vikulega
Árstekjur alt að £ 21.00.0......................5 shillings
----yfir - 21.00.0 til £ 23.12.6 . 4 —
----------- _ 23.12.6 - 25. 6.0 . 3 —
----------- _ 25. 6.0 - 28.17.6 . 2 —
------------- _ 28.17.6--31.10.0 . 1 —
----aðupphæð- 31.10.0 og þar yfir . . 0 —
Skilyrði fyrir því, að geta fengið þenna styrk, er að
hafa verið brezkur þegn síðustu 20 árin og verið bú-
settur í ríkinu þann tíma. Styrkþegar mega ekki hafa
verið í tugthúsi vissan tíma á undan og mega ekki hafa
þegið fátækrastyrk eftir 1. jan. 1908. Hjálp í veikind-
um eða vissum tilfellum öðrum reiknast þó ekki. Lögin
undanskiija þá, sem ekki hafa gert skyldu sína í því, að