Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 289
BÚNAÐARRIT.
285
sjá um sig eftir megni með vinnu og þá sem þeir eru
skyldir að annast. Þetta ákvæði er þó takmarkað með
því, að þeir sem í 10 ár, áður en þeir fyltu 60. árið,
hafa sýnt dugnað í að bjarga sér með vinnu, verða ekki
undanskildir.
Sandvík (Sandwick) heitir dálítið sjávarþorp sunn-
arlega á Hjaltlandi að austanverðu; þangað brá eg mér,
aðallega iil að sjá skólagarð sem þar er. Skólastjór-
inn heitir Miller. í skólanum eru 163 börn alls, 72
þeirra hirða garðinn. Garðurinn er nýlegur; honum er
skift í tvo reiti. Ræktaðar voru yfir 20 matjurtateg-
undir, 10—20 blómategundir og nokkrir runnar.
Á Bretlandi eru skólagarðarnir að verða einhver
öflugasti þátturinn í því að útbreiða þekkingu á garð-
rækt. Börnin venjast við að hirða um garða, og þau fá
kynni af ýmsum plöntutegundum. Þar standa skólarnir
yflr mestan hluta ársins. Sumarleyfið er 6—8 vikna
tími.
Annan skólagarð skoðaði eg yfir á Bressay hjá
skólastjóra Thomas Mainland. Garður sá var að eins
20 Q faðmar á stærð, skift i 4 deildir. Þar voru um
12 matjurtategundir, 24 blómjurtategundir og nokkrir
runnar.
Við austurströnd meginlandsins er allstór eyja, sem
Hvalsey (Whalsay) heitir. Eg hafði frétt, að þar væru
fallegir garðar, og fór því þangað. Þar býr stóreigna-
maður Bruce. Hann hefir stóran og fallegan garð. Kona
hans var að hirða um blómin í garðinum. Sá garður
var ekki ólíkur sumum Reykjavíkurgörðunum, en hann
var betur girtur. Steinlímdur grjótgarður alt um kring,
meir en mannhæðar hár. í þessum garði voru aðallega
blómplöntur. Meðal annars var þar talsvert af bláhjálm-
um (Venusvagn), prímúlum, funkíum, peónum, liljum,
kónvöllum, bláklukkum, mjaðarjurtum o. fl.
í Hvalsey býr prestur einn að nafni Stobie. Hann,
eða öllu heldur kona hans, hafði mjög mikið af blómum,