Búnaðarrit - 01.01.1910, Side 291
BÚNAÐAKRIT.
287
ingar, sína þeirra hvort árið 1. og 2., og 3. árið er ým-
ist plægt eða herfað með djúpherfi.
24. ágúst var eg við fráfærur hjá Manson; færði
hann frá um 600 ám. Dilkarnir áttu að seljast í Aber-
deen næstu daga. Það voru alt kynblendingar, hálf-
blóðskynblendingar. Þar gengu liðugt fráfærurnar. Féð
var í afgirtu heiðarlandi. Ekki þurfti nema einn mann
til að smala fénu, en hann hafði tvo góða fjárhunda.
Þurfti hann ekki annað en segja hundunum fyrir; þeir
hlupu þá í kringum féð og ráku það saman og sáu svo
um, að engin kind hlypi burt úr hópnum, meðan hann
var rekinn heim að stekknum. Aldrei hefi eg séð svo
vel vanda hunda hér heima, en það eru líka gerðar
meiri kröfur til gáfnafars hundanna hér. Vér ætlum
þeim ýmist að reka frá eða reka saman og heim, og
þetta vill ruglast í hausnum á þeim. Bretar nota hund-
ana til samanreksturs, en þegar þeir nota þá til burt-
reksturs, þá fylgist fjármaðurinn með hópnum, en notar
hundana til að halda fénu saman. Það var ekki mikil
fyrirhöfn, að skilja sundur ærnar og lömbin. Úr aðal-
réttinni var það látið ganga eftir þröngum gangi, þar
sem það varð að fara í halarófu. Fram undan miðjum
ganginum hinumegin var skilrúm og hurð, sem Ijúka
mátti upp til beggja hliða, við endann á því; þar stóð
maður við og skildi féð í sundur. Lömbin fóru í lamba-
króna, sem var öðrumegin við skilrúmið, en ærnar fóru
hinumegin.
Hr. Manson hafði 10 medalíur og minjagripi marga,
þar á meðal tvo bikara, sem hann hafði fengið á bú-
peningssýningum fyrir hross og sauðfé. Auk þess hafði
hann þrjá bikara, sem hann hafði fengið 2 ár í röð, en
þarf að vinna þriðja árið, til þess þeir verði hans eign.
Alt var þetta úr silfri.
Garðurinn 8 X 20 faðmar á stærð, fram undan
húsinu, umgirtur 3 álna háum tvíhlöðnum grjótgarði,
úr hellugvjóti. Manson sagði mér, að einn maður hlæði