Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 293
BÚNAÐARRIT.
289
botninn á Laxafirði (Lax-Firth). Sá fjörður er nokkuð
líkur Hrútafrði, nema hvað hann er mörgum sinnum
minni, styttri og mjórri, og hálsarnir lægri. Heiðar-
landið er alt vaxið gróðri, mest leitilyngi, og þar sem
deiglent er, eru starir lágvaxnar og mikið af hrossanál-
um og sveröliljum (Iris pseudacorus).
Kalknáman í Girlsta er við sjóinn; 40 ár eru
síðan farið var að vinna hana. Náman er í brekku upp
af víkinni. Kalkið er unnið úr grjótinu. Það er losað
með fleigum og púðri, og síðan er grjótið brent í stór-
um gíg, með kolum og mó. Kalkið þykir ágætt til bygg-
inga; það lakasta úr þvi er haft til áburðar. 6 menn
voru þar við vinnu, þegar eg kom þangað. Skamt frá
Girlsta, við fjörð sem skerst inn úr vesturströnd lands-
ins, eru tvær aðrar kalknámur; þær eru minni en þessi;
önnur þeirra hefir ekki verið unnin í 4 ár.
í Girlsta gisti eg hjá bónda, sem býr þar á lítilli
jörð. Landið var 3—4 ekrur. Hann hafði 2 kýr, 2
kálfa, 20 ær, nokkur hænsni og 3 kalkúnur. í lands-
skuld varð hann að borga 4 £ 16 sh. Flest húsin eru
eign jarðeigandans, er heima á í Edínaborg. Kalknám-
an er hans eign. Fjósið var lítill kofi, flórlaus og jötu-
iaus. Mómold og lyngjörð var borin undir kýrnar, svo
gólfið var nokkurn veginn þurt og kýrnar hreinar. Því
mesta er mokað út á hálfsmánaðar fresti. Við íbúð-
arhúsið var laglegur garður með ýmsum blómplöntum
og margskonar matjurtum.
Frá Girlsta fór eg áfram norður eftir til Kergard,
öðru nafni Flemington. Á leiðinni þangað kom eg
við í Cuckron hjá smábónda einum. Þar var 7 feta
hár reyniviður í garðinum og 6 feta hár hlynur.
Þar voru og ýmiskonar blóm: storkablágresi, sigurskúf-
ur, lúpinur, murur. Af runnum voru þar ribs, sem þó
gaf ekki ber vegna skjólleysis, himber og rósir.
í Kergard eru gerðar all-umfangsmiklar skógrækt-
artilraunir. Yar byrjað á þeim árinu áður en eg kom
19