Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 294
290
BÚNAÐARRIT.
þangað. Gróðursett hafa verið 9500 tré, sem fengin
hafa verið frá Aberdeen. Þau hafa verið gróðursett að
vetrarlagi.
Kergard er einstaks manns eign; auðmaður nokkur
keypti þá jörð og ætlar sér að græða þar skóg. Jörðin
liggur i fögrum dal; eru lágir hálsar til beggja hliða.
Meiningin er sú, að græða skjólbelti þvert yfir dalinn.
Það var þegar byrjað á þeim og búið að gróðursetja
mikið í 5 faðma breið belti, er síðar á að gera 10—15-
faðma breið. Eins og þegar er ávikið er stormasamt á
Hjalt.landi, trén vaxa ekki nema í skjóli og þau eiga erf-
itt með að komast upp íyrir skjólgirðingarnar. í Ker-
gard á að ráða fram úr þessum erfiðleikum á sérstakan
hátt. Skjólplantanirnar eru í byrjun girtar með netjum,
er mér sýndust vera gamlar botnvörpur. Þessi net gefa
nokkurt hlé, en ekki fullkomið skjól. Hugmyndin er súr
að skjólið verði nóg til þess að trén geti vaxið, og að
umskiftin verði minni á þenna hátt, þegar trón komast
upp fyrir girðinguna, og að þá megi taka netin burt.
Frá Kergard fór eg aftur suður á bóginn með vest-
urströndinni, ofan í-fjörð þann, er Weisdale voe nefn-
ist. Meðfram firðinum er allmikil bygð og fagurt lands-
lag. Eg heimsótti ýmsa menn þar: Paterson prest í
Weisdale og John bónda Johnson í Heglabister.
Bóndinn var hinn ræðnasti, fróður og skemtilegur, vissi
talsvert um ísland. Land hans var 10 ekrúr; af því
voru 4 ekrur sáðar lyggi og höfrum, 1 ekra með lcart-
öfium og túrnips, og 5 ekrur grasi vaxnar. Auk þessa
mátti hann nota beit á útjörð. Skepnurnar voru 7
nautgripir, 50 kindur og 3 hestar.
Á bæ einum austan við fjörðinn, er Huxter heitiiv
var gistihús. Þar var verið að siá tún, sem lengi hefir
verið óplægt. Á sumt af því hafði verið borið veturinn
á undan. Það hafði gróið upp úr akri, án þess sáð væri
í það. Bóndinn þar hafði 200 kindur, 3 kýr, 2 svínr
nokkra liesta, fjölda af hænsnum og 15 endur.