Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 297
BÚNAÐARRIT.
293
en 845 til beitar. Af náttúrlegu graslendi voru 1676
ekrur notaðar til slægna, en 39937 ekrur til beitar.
Það er mikill munur á húsakynnum smábændanna
og stórbændanna. Ibúðarhús smábændanna eru vitan-
lega miklu minni en hinna. Húsin eru einlyft, 3—4
álnir undir loft; uppi á loftinu er lágt geymslurúm.
Það er algengt að húsin sé hólfuð í tvent. Einar dyr
eru á húsinu og oft með forskygni. Þegar inn úr dyr-
unum kemur tekur við herbergi, sem er bæði eidhús,
borðstofa, dagleg stofa og svefnherbergi sumra heimilis-
manna. í hinum enda hússins sefur sumt af fólkinu.
Það herbergi er oft um leið haft fyrir betri stofu. Hús-
veggirnir eru úr grjóti, en ekki eru þeir ætíð stein-
límdir, heldur hlaðnir úr hellugrjóti. Þessir veggir eru
þá annaðhvort steinlímdir inDan og kalkaðir eða mál-
'aðir eða þá þiijaðir. Hið íyrnefnda er tíðara.. Venju-
lega er stráþak á þessum húsum, fjötrað niður með
köðlum. Plest þau hús, sem eg kom inn í, voru hrein
og þokkaleg, en oftar en hitt báru húsgögnin það með
sér, að efnahagurinn leyfði ekki mikið fram yfir nauð-
synlegt daglegt viðurværi.
Fjósið er venjulega rétt hjá íbúðarhúsinu, en frá-
skilið þó. Æði-víða voru það litlir kofar, jötulausir og
flórlausir, en þó afmarkaðir básar. Þar sem svona var
til hagáð, tróðu kýrnar ábutðinn undir sig, eins og víða
á sér stað í hesthúsum hér, og sumstaðar munu sum-
arfjósin hafa verið þannig notuð. Var borið undir kýrn-
ar svo mikið af grasrót og lyngmold, að gólfið var þurt
og kýrnar þokkalegar. Mokað út á hálfsmánaðar fresti.
Þessari aðferð var talið það til gildis, hve áburðurinn
yrði góður og mikill. Sýnir það að Hjaltar kunna að
meta áburðinn. Þeir nota og mikið af þangi til áburð-
ar og venjulega nýtt.
Hjaltlenzku kýrnar virtust mér vera heldur minni
en þær islenzku, en þær eru þeim líkar, og alla vega eru
þær litar; flestar hornóttar. Smábændurnir hafa venju-