Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 298
194
BÚNAÐARRIT.
lega innlendar kýr; þær eru þurftarlitlar og mjólka til-
tölulega vel.
Sauðféð er og heldur smávaxnara á Hjaltlandi en
hér. Allavega litt, einlitt og flekkótt, ýmist hornótt eða
kollótt; margt mórautt. Þeir fá vel fyrir mórauðu ull-
ina. Þeir sem hafa stór sauðfjárbú hafa útlend fjárkyn,
stórvaxnari og afurðameiri en það innlenda. Takmörk-
uð kynblöndun er algeng til framleiðslu sláturfjár. Yerð-
munurinn er svo mikill á dilkurn, sem eru af útlendu
stóru kyni í aðra ætt. Upp um heiðar sá eg markað
fé og skrúðadregið, líkt og hér tíðkast. Innlenda féð er
miklum mun þarðgjörvara en útlenda fóð. Flestir smá-
bændur hafa eingöngu innlent fé. Lömbin eru höfð við
hús á vetrum, en fullorðna féð kemur ekki inn; þvi er
gefið á gaddinn þegar þarf. Það þykir verða lingerðara,
ef það er vanið á hús.
Iíjaltlenzku hrossin eru miklu minni en þau ís-
lenzku; þau eru um 42 þumlungar á hæð. Það er al-
títt, að bændur eigi nokkur stóðhross, sumir mörg. Þau
eru -alin upp til útflutnings, notuð í kolanámum. En
auk þess kaupa auðmenn í Ameríku allmikið af hjalt-
lenzkum hrossum og gefa vel fyrir þau, ef hægt er að
sanna það, að þau séu af óblönduðu hjaltlenzku kyni.
Þeir hafa þessa smáu hesta sór til skemtunar.
Kynbótahrossin eru í háu verði. Herra Mánson í
Maryfield átti graðhest, sem var 70 £ virði. Það var
jarpur hestur 39 þuml. hár; hafði tvisvar fengið 1. verð-
laun á sýningu, og hann sagði mér frá einum, sem hefði
selst á 126 £. Yerð á algengum hrossum er langtum
lægra: ársgömul tryppi innlend, en ef til vill ekki af
hreinu kyni, 2 £ 10 sh., og 7—10 ára gömul hross um
5 £. En fyrir ársgamalt tryppi, sem sanna má að sé
af hreinu kyni, fást 5 £ og fyrir 7—10 ára gömul
hross 10—12 £.
Stóðhrossin koma aldrei í hús; það eru að eins púls-
hestarnir sem hýstir eru. Flestir þeirra eru líkir á stærð