Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 299
BTJNAÐARRIT.
295
og hestar eru hér á landi; eru það kynblendingar eða
norskir eða rússneskir hestar. Smáu hestarnir alinn-
lendu eru lítið notaðir til vinnu á Hjaltlandi, stundum
er þó 3 eða 4 beitt fyrir plóg.
Nokkur svínarækt er á Hjaltlandi, og talsvert, er
þar af alifuglum, einkum hænsnum og öndum.
Jarðrækt efnabændanna er mikið sniðin eftir því
sem tíðkast á Englandi og Skotlandi, en þó hafa þeir
orðið að laga sig eftir veðráttu landsins. Þeir rækta
talsvert af liöfrum, en þeir þroskast sjaldnast fyr en
seinast í september, og ekki þykja þeir eins þroskamiklir
og útlendir hafrar, eru því mest notaðir til fóðurs. Upp-
skera af ekrunni er um 5 quarters. Af byggi er og
talsvert ræktað. Til fóðurs rækta þeir mikið af rófum,
og er það nær því eingöngu túrnips. Sprettur það á-
gætlega. Það er oft og einatt ekki tekið upp fyr en um
jól og stundum seinna.
Jarðrækt smábændanna er lík jarðrækt þeirra stærri,
nema hvað alt er í minni stil, og ekki er það sjaldgæft,
að þeirra land sé i miður góðri rækt en hinna. Þeir
hafa ekki haft ráð á að ræsa það nægilega eða ná úr
því grjóti; þess vegna er það heldur ekki ótítt, að þeir
stingi alt sitt land, en plægi ekki. Til uppstungunnar
nota þeir pál, en ekki spaða. Miklu eru þeir pálar
þægilegri og meðfærilegri en þeír pálar, sem eg hefi séð
hér á landi, en þeir eru líka minni. Mér tókst ekki að
telja þeim trú um, að betra væri að nota spaða. Lítið
gera þeir að því að stinga upp eða plægja á haustir.;
þeir geyma það vorinu.
Víðast hvar, eða svo að segja alstaðar, þar sem
sáðskifti er við haft eða nýtt land tekið til ræktunar,
byggist grasræktin á sáningu. Engjar eru iitlar. Mest-
ur hluti slægjulandsins er ræktað land eða í rauninni
alt, því að á engjarnar er tilbúinn áburður borinn, við
og við að minsta kosti.
Kartöflur eru alment ræktaðar, og matjurtarækt er