Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 301
búnaðarrit.
297
apríl eba maí og látinn standa úti til næsta vors. Hon-
um er sáð í raðir með 1 fets millibili, en þétt í
hverri röð.
Það sést á þessu, sem eg hefi tekið fram um garð-
yrkjuna, að hún er allfjölbreytt, en veðurát.tufarið tálm-
ar verulegum framförum í þeirri grein: lítill sumarhiti,
miklir stormar og rigningar. Næturfrost koma og stund-
um um mitt sumar. Nóttina milli 22.—23. ágúst var
næturfrost á Bressay, og eina nótt áður hafði og komið
næturfrost í þeim mánuði; það var þó ekki svo að sæi
á kartöflugrasi. Hjaltar álitu að ekki mundi gott um
jarðrækt á íslandi; þeir þóttust vera nógu noröarlega
settir.
Sláttur byrjaði um 20. ágúst, en vanur er hann að
byrja þann 12. Yorið var þurt og kalt og spretta kom
seint. Byrjað var á að slá sáðslétturnar; þar er iítið af
gömlum túnum, sem höfð eru til slægna, þó er það 4
stöku stað. Sumstaðar var verið að slá engjabletti sein-
ast í ágúst. Þegar lítið var um þurka var algengastað
heyið væri tekið saman hrátt eða hálfþurt og sett í
keilumyndaða stakka, svo sem IV2—2 hestar í stað.
Yfir stakkana strengdu þeir slitur úr ýmiskonar fiski-
netum. Svarar það til „hæranna" á Yestfjörðum.
Hlöður eru algengar og heygarðar líka; því þó hlöð-
ur sé til, þá er það víða svo, að þær taka ekki alt heyið,
og er þá sumt. látið í garð. Á sumum bæjum er engin
hlaða. Stákkstæðin í heygarðinum eru grjótlögð; þau
voru um 10 fet á breidd, en lengdin eftir vild. Sumir
heystakkarnir voru aðeins þaktir með netjum, sumir með
seglum og á suma var sett stráþak, og alt var þetta
fjötrað niður með snærum og köðlum. Kornið er venju-
lega látið í keilumyndaða stakka.
Það er nóg af mó á Hjaltlandi; hann er um allar
heiðar að heita má. Niður að honum voru ein eða tvær
stungur, en grunnur var mórinn víðast, þar sem eg leit
til. Mér virtist vera laglega gengið um grafirnar og