Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 304
300
BÚNAÐARRIT.
Hann kvaðst fá 2—3 sh. meira fyrir hvern kynblend-
ingsdiik en fyrir dilka alinnlenda.
Skamt fyrir sunnan Brae er fjörður, sem Ollna-
fjörður nefnist; þar er hvalveiðastöð. Fyrir botni fjarð-
arins er kauptún að nafni Voe. Allmikil bygð er þar
í kring og graslendi nokkuð. Við eitt húsið allhá víði-
tré. Þar var að öðru leyti ekki mikið um plönturækt.
Þar var skipað fram 500 lömbum, sem áttu að íara
til Aberdeen. Alt kynblendingar.
Skamt frá ströndinni er stór eyja, sem heitir Muckle
Roe, hún er hnúkótt og grýtt, ekki ólík sumum eyjun-
um í Vestmannaeyjum, nema lyngið í staðinn fyrirgrasið.
Sunnar og vestar er eyjan Papa Stour; hún er flat-
lend og grasgefin; andspænis henni á meginlandinu er
og ofurlítið undirlendi grasi gróið. En lítið er um það
annarstaðar en í þingvalladalnum. Vestar og sunnar,
nokkuð langt frá landi, er allstór eyja hömrum girt, er
Fouia heitir. Hún er nokkuð álík Elliðaey í Vest-
mannaeyjum. Sjávarstrendurnar eru víðast með hamra-
beltum, en þó einna mest norðan við Wals, en svo
heitir kauptún eitt á vesturströndinni. í öllum þeim
kauptúnum, sem eg kom í á vesturströndinni norðan
við Skálavog, lagðist skipið við akkeri; þar voru ekki
hafskipabryggjur, en í Skálavog er góð bryggja; þangað
komum við um kvöldið og fórum þaðan um miðnætti
áleiðis til Leith. Kvaddi eg Hjaltland með söknuði.
Dvölin hafði verið helzt til stutt þar. „Landið er fag-
urt og frítt“, þótt engir séu þar „fannhvítir jöklanna
tindar", og litið er þar af ám og vötnum í samanburði
við það, sem hér er á Fróni. Hjaltar eru alúðlegir og
gestrisnir, og Skotar eru ágætir menn við nánari kynn-
ingu, en það þarf tíma til að íinna beztu hliðina á þeim.
Skipið fór frá Skálavog kl. 12 að kvöldi og kom að
meginlandi Orkneyja kl. 7 að morgni.