Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 306
302
BÚNAÐARRIT.
sem er all-hálend. Veðurbarin er hún, einkum móti
norðvestri, en víðast þó lyngi vaxin. Ströndin bygð.
Höfnin í Kirkjuvogi er lík höfninni fram undan
Gufunesi, innan við Reykjavík. Þótt ekki sé það
fallegt til frásagnar, þá var eg hálft í hvoru að óska
eftir því að skipið legðist út á höfn; eg hefði þá kunn-
að að fella mig betur við hafnleysið í Reykjavík; en
þetta fór öðru vísi. Ágæt skipaklöpp, sem skipið lagðist að.
Kirkjuvogur er laglegur bær, hús öll úr st.eini, ein-
og tvíloftuð, með helluþaki. Lítið er þar um stórhýsi.
Flestar götur eru þröngar. Aðalgatan 9 álna breið, en
margar götur ekki nema 4—5 álna breiðar, en stein-
lagðar eru þær og þokkalegar.
Lítið er af trjágróðri í borginni. Einn stór og gam-
all hlynur í aðalgötu bæjarins. Framan við dóm-
kirkjuna er plantað hlynviði, en vanþrif eru í honum,
ekki síður en í reyniviðartrjánum í Reykjavík. Lim-
garð úr þyrni sá eg í einum stað, en hann var í skjóli
við 3 álna háan grjótgarð. Víða voru smá-skrautgarðar
við húsin, en allir voru þeir í skjóli. Af runnunum var
þar mest af ylli, víði og ribsi. Upp með húsveggjun-
um óx geitblað og epheu (ivy) og á eirium stað sá
eg vafningsrósina Crimson rambler.
Grjótgarðar eru mjög algengir í Orkneyjum kringum
jurtagarða og graslendi; þar er hellugrjót, sem ágætt er
að hlaða úr.
í kirkjugarðinum er fjöldi minnismerkja, en ekki
voru leiðin upphlaðin. í einu horni garðsins voru tré,
en lítið var þar af ræktuðum plöntum.
Tvo menn sá eg á einum stað í bænum vera að
búa til grasflöt; fóru þeir mjög íslenzkulega að þvi.
Skáru grasrót ofan af grund og þöktu annan blett með
þeim þökum. Annar maðurinn iagði þökurnar og skar
þær til með löngum huíf, en hinn barði niður með
linyðju.
Dómkirkjan er það lang-markverðasta, sem er að