Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 308
304
BÚNAÐARRIT.
Hross alls ......
Nautpeningur alls..
Sauðfé alls......
Svín alls .......
6685 að tölu
28970 -----
28206 -----
2130------
Af sáðslóttunum eru 7105 ekrur hafðar til slægna
en 28386 til beitar. Af náttúrlegu graslendi eru 1908
ekrur hafðar til slægna en 16508 ekrur til beitar.
Eyjabúar leggja talsverða stund á þangbrenslu vor
og sumar. Það var sá siður, að halda ekki brenslunni
áfram lengur en til 2. ágúst, en nú upp á síðkastið er
farið að halda henni áfram fram í október, ef þurviðri
ganga. Á vetrum er þanginu safnað upp úr flæðarmáli.
Á Hrossey suðvestanverðri er lagleg borg, sem nefn-
ist Straumnes (Stromness). íbúar um hálft þriðja þús-
und. Víða eru þar fallegir garðar og mikið um blóm-
rækt. Þar eru allháir hlynviðir hér og þar á milli
húsanna, en hvergi mörg tré saman. Þrjár vafnings-
viðartegundir eru ræktaðar allvíða fram með húsvegg-
jum, geithlað, lycium og fúksiur.
Framundan höfninni í Straumnesi er flatlend eyja,
sem Grímsey (Graemsay) heitir; skiftast þar á hafrar,
rófur, kartöflur og graslendi. Á Hrosseyju er og mikil
byggð til jaðranna, graslendi og akrar.
Höfnin í Straumnesi er ágæt; nes halda að á tvo
vegu og eyja framundan. Hafskipabryggja góð.
Öll hús eru úr steini, flest ein- og tví-lyft. Hæsta
húsið er Straumnes-veitingahús, 4 loftað.
Rögnvaldseyja (South Ronaldsay) er syðst hinna
stærri eyja. Stærstur kaupstaður þar er St. Margarets-
hope. Eyjan er írjósöm, þéttbygð og flatlend, eins og
flestar hinar eyjarnar; mikið um akra og garða. All-
mikið af trjám í skjóli við húsin, hlynur, 10—15 álna
hár, álmur og reyniviður, en hvergi tré á bersvæði.
Mikið af blómgörðum. Hafrar voru ekki þroskaðir orðnir
í byrjun september, þegar eg var þar.
Frá Rögnvaldsey blasir Katanes við. Pett-