Búnaðarrit - 01.01.1910, Blaðsíða 311
BÚNAÐARRIT.
307
Rannsóknirnar eru í flestu svipaðar því, sem tíðk-
ast við aðrar fóðurtegundir. Þó skal geta þess, að köfn-
unarefnissamböndin hafað verið rannsökuð nákvæmar
en venja er til, því auk þess að ákveða alt köfnunar-
efnið í einu lagi, er lika ákveðið hvað mikið af því er í eggja-
hvítusamböndum og hvað mikið í öðrum köfnunarefnissam-
böndum, sem eru minna virði til fóðurs, t. d. amídefni o. fl.
Ennfremur hef egákveðiðmeltanleik köfnunarefnissamband-
anna. Yiðþær rannsóknirer fylgt sömu aðferðum og prófess-
or Söderbaum í Stokkhólmi hefir notað við fóðurjurtarann-
sóknir þær, er hann hefir gert fyrir Steíán skólameistara
Stefánsson. Eitt er sérstaklega einkennilegt fyrir sæþör-
ungana, og það er hin geysi-mikla aska í þeim. Er það
mjög eðlilegt, þar sem þeir eru teknir rennblautir úr
sjónum og þurkaðir ; verða því söltin úr sjónum í þör-
ungunum, þegar þeir eru orðnir þuirir. Eg ákvað því
nokkur helztu efnin i ösku þeirra. Mest ber að sjálf-
sögðu á matarsaltinu (Na Cl), en líka er allmikið af
brennisteinssúrum samböndum, sjálfsagt mest natríum-
súifat. Þessi mikla aska er að minsta kosti alveg ó-
þörf fyrir skepnurnar, sem eiga að nota þörungana, og
alls ekki útilokað að hún só þeim heldur skaðleg en
hitt; þó sýnist reynslan sýna, að hún geri dýrunum ekki
neitt verulegt ógagn, að minsta kosti ekki þegar þau
fara að venjast þörungunum. Eitt af þeim efnum, sem
oft er ákveðið í grasi og svipuðum fóðurefnum, er seflú-
lósa. Sellúlósan má nefnilega teljast ómeltandi og verð-
ur því að dragast frá, þegar um næringarefni fóðurs er
að ræða. í þörungunum er mjög lítil seflúlósa, svo lítil,
að þegar eg hafði ákveðið hana r 4 tegundum, sá eg að
hún var svo litil að, hún hafði enga verulega þýðingu, og
slepti því að ákveða hana. í þessum fjórum þörungum
var sellúlósa að meðaltali 3,i%, en í venjulegu heyi er
hún 20%, já, jafnvel 30% eða meira, einkum ef heyið
er stórgert og síðslegið.
Hér fer þá á eftir efnagreining hinna einstöku þör-
20*