Búnaðarrit - 01.01.1910, Side 312
308
BÚNAÐARRIT.
unga, og eru þeir teknir í sömu röð eins og i áður
nefndri ritgjörð Helga Jónssonar.
1. MarinJcjarni eða Maríahjarni (Alaria esculenta).
Tekinn í Reykjavík 18. maí 1908.
Sýnishornið var vott 4000 gr., vindþurt 784 gr., og
í því vindþurra var vatn 11 ,gö°/o.
Þurefnin í sýnishorninu því 17,3°/o.
í 100 hlutum þurefnis voru:
Aska (þar af Na C1 13,74) .... 24,io
Köfnunarefnissambönd............ 11,75
Eterextrakt...................... 0,79
Sellúlósa........................ 2,46
Önnur köfnunarefnislaus sambönd . 61,00
100,00
Köfnunarefnið skiftist þannig í hundraðsdeildir : a.
köfnunarefni í þurefninu, b. köfnunarefnið sjálft.
a. b.
Köfnunarefni 100,0
Þar af 1 eggjahvítuefnum . 1,60 85,i
í amidefnum . 0,28 14,9
Meltanlegt 35,7
Marinkjarninn hefir jafnan verið taiinn góður til
fóðurs, og sumir eldri menn telja hann vel hæfan til
manneldis. Svo segir t. d. Björn Halldórsson: „Þessi
sjóar ávöxtur er halldinn bestr af öllum æti-þara teg-
undum, því hann er bæði þeirra meyrastur, og smek bestr
— — einstaka menn eta þennann sjóvöxt hráan strax
i fjörunni, og kalla þeir þat nógu gott“.
Eftir efnagreiningunni að dæma stendur marin-
kjarninn ekki framar mörgum öðrum sæþörungum, og
mikið að baki sumum þeirra, að næringargildi. Eink-
um er meltanleiki köfnunarefnissambandanna litill. Hygg
eg að það komi af því, að hann sé tekinn á óhentug-
um tíma, nefnil. að vorinu, eins og að framan er sagt.
Ef eg man rétt, er það einmitt reynsla almennings, að