Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 313
BÚNAÐARRIT.
309
marinkjarninn sé gott fóður um miðjan vetur, en fremur
lélegt á útmánuðum. Yæri öll þörf á að rannsaka mar-
inkjarna, er væri tekinn fyr að vetrinum, til að sjá hvort
næringargildi hans væri þá ekki meira.
2. Beltisþari (Laminaria saccharina).
Tekinn viö Reykjavík 18. júní 1908.
Sýnishornið var vott 5000 gr., vindþurt 875 gr., og
í því vindþurru var 10,i2°/o vatn.
Þurefni í sýnishorninu því 15,7°/o.
í 100 hlutum þurefnisins var:
Aska (þar af Na C1 16,o)................27,*o
Köfnunarefnissambönd................12,9«
Eterextrakt.........................0,is
Önnur köfnunarefnislaus sambönd . . 59,48
100,oo
Köfnunarefnið skiftist þannig í hundraðsdeildir: á.
köfnunarefni í þurefninu, b. köfnunarefnið sjálft.
a. b.
Köfnunarefni................ 2,07 1 00,o
Þar af í eggjahvítuefnum . . 1,43 69,i
í amidefnum.................. 0,64 30,s
Meltanlegt....................l,si 63,3
Hér eru meltanlegu köfnunarefnissamböndin nærri
tvöfalt meiri en í marinkjainanum. Yflr höfuð lítur
beltisþarinn út fyrir að vera allgóður til fóðurs. O.
Hjaltalín segir að hann sé etinn í Færeyjum „hvarhann
er talinn með beztu borðréttum".
3. Hrossaþari (Laminaria digitata).
Tekinn við Reykjavík 19. mai 1908.
Sýnishornið var vott 4000 gr., vindþurt 648 gr. með
10,44°/o af vatni.
Þurefni í sýnishorninu eru því 14,6&.
í 100 hlutum þurefnis var: