Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 318
314
BÚNAÐARRIT.
9. Söl (Rhodymenia palmata).
Tekin viö Reykjavík 18. maí 1908.
Sýnishornið var vott 500 gr., vindþurt 98 gr. með
ll,oi°/o af vatni.
Þurefni i sýnishorninu því 17,45%.
í 100 hlutum þurefnis var:
Aska (þar af NaCl 18,í)...............29,so
Köfnunarefnissambönd....................15,37
Eterextrakt..............................0,37
Önnur köfnunarefnislaus sambönd . . 54,7n
100,oo
Köfnunarefnið skiftist þannig í hundraðsdeildir : a.
köfnunarefni í þurefninu, b. köfnunarefnið sjálft.
a. b.
Köfnunarefni................2,m 100,o
Þar af í eggjahvítuefnum . . 1,75 71,2
I amidefnum.................0,7i 28,s
Meltanlegt.................. 1,94 7 8,9
Söl hafa verið notuð hér talsvert til matar og eru
notuð enn sumstaðar á landinu ; þó er eg hræddur um
að sölvaát fari minkandi, því miður. Hæla hinir eldri
menn þeim mjög fyrir hve holl þau séu. Telur O.
Hjaltalin þau margra meina bót. Sama er um Björn
Halldórsson, að hann hælir þeim mjög'og endar með að
segja: „Skottar eta söl, ei síðr enn vér“. Jafnvel
þar sem söl hafa ekki verið notuð til matar, hafa þau
þótt ágætt skepnufóður, og sölvafjörur taldar til hlunuinda.
Á efnagreiningunni sést að söl eiga íullkomlega
skilið að þau hafa þótt góð fæða. Köfnunarefnissam-
böndin eru mikil og auðmelt. Að vísu er askan mikil,
en sjálfsagt er hægt að minka hana að mun með Því,
að leggja sölin í ósalt vatn. Að likindum færi þá meiri
hluti matarsaltsins (NaCl) og talsvert af öðrum sölt-
um burtu.