Búnaðarrit - 01.01.1910, Side 320
316
BÚNAÐARRIT.
Sellúlósa . . ............... 22—27— 23,5—
Önnur köfnunarefnislaus sambönd 45—54— 52,8—
Eftir efnagreiningu próf. Söderbaum’s á hinum ein-
stöku túngrösum mun láta nærri, að 85°/o af köfnunar-
efnissamböndum töðu sé meltanlegt, og af köfnunar-
efnum framangreindrar gulstarar reyndust 76°/o melt-
anleg. Beri maður nú saman næringarefnin, sést
að köfnunarefnissamböndin eru 10—27,s°/o af þurefni
þörunganna, venjulega* 12—15°/o. Að því leyti standa
þeir fullkomlega jafnfætis töðu, og einstaka miklu fram-
ar. Sá hængur er þó á, að köfnunarefnissambönd flestra
þörunganna meltast ver en köfnunarefnissambönd töð-
unnar, hjá mörgum þeirra að eins 33,o—40,o°/o. Sumir
þeirra, og það þeir köfnunarefnisauðugustu, standa þó
ekki mjög að baki töðunni að þessu leyti; í sölvum
meltast t. d. 78,o°/0 af köfnunarefninu. Extraktin, sem
á að vera að mestu leyti feiti, er mjög lítil í þörungun-
um, og standa þeir að þessu leyti mjög að baki landjurtun-
um. Aftur á móti hafa þeir nálega enga sellúlósu, en
hún má teljast ómeltanleg og því ónýt til fóðurs; en
taða og eins stör og aðrar landjurtir hafa mikið af henni.
Hvað viðvíkur öðrum efnum, þá er erfitt að segja um
næringargildi þeirra með vissu ; fæst þeirra er hægt að
ákveða svo að gagni komi. Öll líkindi eru þó til, að
þau séu að minsta kosti eins mikils virði í þörung-
unum og í landjurtunum. Askan er geysi-mikil í
örungunum. Eins og sjá má á efnagreiningunum, er
mikill hluti hennar matarsalt (NaCl), sem engin ástæða
er til að ætla að geri skepnunum neitt mein. Ennfrem-
ur er mikið af brennisteinssúrum söltum í öskunni. Til
að gefa nokkra hugmynd um, hve mikil þau værj, ákvað
eg þáu (reiknuð sem natriumsúlfat NaíSOí) 1 nokkrum
þörungum, en taldi enga þörf að ákveða þau í þeim öll-
um. Lítil ástæða er til að ætla að þessi brennisteinssúru
sölt séu skaðleg skepnunum, að minsta kosti þegar þær
fara að venjast þeim. Þegar skepnur verða veikar af