Búnaðarrit - 01.01.1910, Side 321
BÚNAÐARRIT.
317
fjörubeit, eru öll likindi til a.ð þeir sjúkdómar stafi af
einhverju þörungunum óviðkomandi, sem þær éta of-
an í sig.
Eg tek hór með efnagreiningu á súrþara frá Daníel
Jónssyni á Eiði. Hann hefur mór vitanlega fyrstur gprt
tilraunir til að súrsa sæþörunga, á svipaðan hátt og súr-
hey er verkað. Hefur hann ritað um þessar tilraunir sínar
fróðlega ritgjörð í Búnaðarritið 20. árg. bls. 228, og visa eg
til henuar. Hann á miklar þakkir skilið fyrir að hafa byrj-
aði á þessu, því oft. fer svo, að erfitt er að ná þörung-
unum, þegar mest þarf á þeim að halda, t. d. vegna
isalaga. Eftir því sem hann skýrir frá, getur varla leik-
ið á þvi vafi, að súrþari sé mjög nýtilegur til fóðurs, og
sama kemur fram við efnagreininguna.
I bréfi dagsettu 28. apríl 1909, er fylgdi með súr-
þaranum, sem rannsakaður hefir verið, farast honum
svo orð: „Þetta sýnishorn, sem eg sendi, er tekið af
þara, sem eg súrsaði haustið 1908; og er því vel l1/*
árs gamalt; hefi eg gefið fénaði hann í vetur og reynst
vel. Tók það úr gryfjunni í dag. Þegar eg lét það í
umbúðirnar, reyndi eg að láta þarann sem minst, losna
sundur, og ná honum upp í einum hnaus, sem fólli vel
út í kassann; vona eg að hann haldi sér nokkurn veginn
óskemdur á ieiðinni, að minsta kosti í miðjunni". Þetta
reyndist rétt. Ekki var unt að sjá, að súrþarinn hefði
skemst neitt, nema ögn allra yzt. í niðurlagi brófsins
segir hann: „Enda eg svo þessar línur með þeirri ósk,
að súrþaraverkunin verði fleirum en mér búbætir, eigi
að eins fóðurauki, heldur einnig áburðarauki, og það sem
allra fyrst". Vil eg taka undir þá ósk með honum, og
vona eg að margir láti hið góða fyrirdæmi hans sér að
kenningu verða og noti sem bezt, bæði á þennan hátt
og annan, þau kynstur af næringarefnum, sem finnast i
sæþörungunum hér við land.
Til þess að fá mátulegt sýnishorn til efnagreining-
anna, skar eg á nokkrum stöbum smástyklci út úr súr-