Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 322
318
BÚNAÐARRIT.
þaraklurnpinum, en tók þó hvergi yzta lagið með. Þessi
stykki þurkaði eg svo á þurrum og hreinum stað, þar
til þyngd þeirra stóð hér um bil í stað, og íór svo að
öðru leyti með þau eins og að framan er greint um
sæþörungana.
Efnagreining &úr~þarans.
tSýnishornið var vott 1410 gr„ vindþurt 420 gr.
með 12,54% af vatni.
Þurefni í sýnishorninu voru því 26,05%.
I 100 hlutum þurefnis var:
Aska (þar af 8,7 NaCl og 8,c Na^SOa) . 29,75
Eterextrakt...........................1,80
Köfnunarefnissambönd..................20,30
Önnur köfnunarefnislaus sambönd . . 48,15
100,00
Köfnunarefnið skiftist þannig í hundraðsdeildir: a.
köfnunarefni i þurefninu. b. köfnunarefnið sjálft.
a. b.
Köfnunarefni . 3,25 100,0
þar af í eggjahvítuefnum . . 2,87 88,h
í amidefnum . . . . . 0,38 11,7
meltanlegt 37,o
Askan er mjög mikil, en þó hlutfallslega lítið af mat-
arsalti. Að askan er svo mikil móts við hin þurefnin,
kemur sjálfsagt af því, að lífrænu efnin, einkum köfnun-
arefnislausu samböndin, ummyndast nokkuð og eyðast
við súrsunina, sem þar á móti ekki heflr nein áhrif á
öskuna. Að matarsaltið er með minna móti kemur
Jíklega af því, að þörungarnir hafa rignt dálitið áður en
þeir voru Játnir niður. Köfnunarefnissambönd og eter-
extrakt er fremur mikil, og eggjahvítuefnin óvenjumikil.
Meltanleikinn er fremur lítill.
Að endingu set eg hér nokkrar athugasemdir um
töku sýnishornanna frá dr. Helga Jónssyni: