Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 327
BÚNAÐARRIT.
323
í Vopnafirði var óstilt tíð í janúar, bleytutíð í febr-
úar, lítil frost. Sumarbliða suma daga seint í mánuð-
inum. Sveitin nær öll alauð síðari hluta febrúar. Marz
fremur slæmur, en apríl bætti úr pví. Fé fór víða að
liggja úti eftir 10. apríl.
Á Fljótsdalshéraði og Austfjörðum yfirleitt var tið-
arfarið líkt og í Vopnafirði. A Héraðinu var jörð farin
að gróa og túnvinna langt komin um sumarmál. í suð-
urhluta Suður-Múlasýslu og í Austur-Skaftafellssýslu var
veturinn ágætur fram undir sumarmál; þá fór að kólna.
Voriö. Á Suðurlandi var vorið fremur kalt íram-
an af, en hlýtt og gott eftir 20. maí. Jörð, nær klaka-
laus um lok þess mánaðar.
Á vesturkjálkanum öllum og á Vestfjörðum var gott
vor, og greri snemma.
Á Norðurlandi var vorið fremur kalt. í Eyjafirði
sást gróður nærfelt enginn fyr en í byrjun júní. í Þing-
eyjarsýslu snjóaði í lok maímánaðar.
Á Austfjörðum var maí fremur kaldur, en júní
blíðviðrasamur.
Sumarið. Júlí var þurviðrasamur sunnanlands, en
með ágúst brá til óþurka, og voru þerrar úr því til sláttu-
loka stuttir og stopulir. Heyverkun því mjög misjöfn.
Sláttur byrjaði miklu fyr en venjulegt er, á nokkrum
stöðum fyrir 20. júni, en alment í júnílok. Spretta yfir-
leitt góð, á valllendi ágæt. Heyskapur með mesta móti,
víða meira en dæmi eru til áður.
Líkt er að segja um Borgarfjörð og Dali, en á Snæ-
fellsnesi var tíðin enn þá votviðrasamari. Þeir, sem þar
fóru fyrst að slá, náðu töðum vel verkuðum, hjá hinum
hröktust þær. Heyföng með meira móti að vöxtum.
Á Vestfjörðum var þurkatíð í júlí, en með ágúst
brá til rigninga, og var sumarið fremur óþerrisamt eft-
ir það. Úthey því nokkuð hrakin, en nýting á töðum
ágæt. Grasvöxtur yfirleitt í bezta lagi og sláttur byrj-
aði alt að hálfum mánuði fyr en vanalega.