Búnaðarrit - 01.01.1910, Page 329
BÚNAÐARRIT.
325
Slæm hausttíð á Norðurlandi. í Pljótuui voru
lömb tekin á gjöf sumstaðar 3 vikum fyrir vetur. Um
Eyjafjörð gekk í norðaustan-bleytuhríð 1. október, og héld-
ust þær samanhangandi þar til 20. nóvember, og var
víða jarðlaust í sveitum, en þá gerði ágæta hláku nokkra
daga, en stóð stutt. Umhleypingasöm tíð til nýjárs.
Hríðar og frosthörkur um jólin. í Þingeyjarsýslu var
haustið eitt hið lakasta frá því 3. október. Lagðist þá að
með snjóum, og tók ekki til ársloka. Hey skemdist í
hlöðum og görðum, og fjárrekstrar teptust. Sumstaðar
fór sauðfé alveg á gjöf hálfum mánuði fyrir vetur.
Hláku gerði síðari hluta í desember, svo jörð kom upp
á láglendi.
í Vopnafirði hvassar austnorðanhríðar 1.—10. októ-
ber. Fé fenti á heiðum og heimaiöndum. Rigningar
komu 12.—14. okt., tók þá snjó úr bygð. Erflð og ó-
stöðug tíð, en ekki snjómikið til nóvemberloka. Lömb
tekin á gjöf á Hofl 13. nóv. Snjókoma mikil fyrstu viku
des. Öllu fje gefið þá í húsi nema við sjó. Hláka síð-
ustu dagana. Árið endaði unaðslega.
Á Fijótsdalshéraði var hin versta tið allan október.
Víða haglaust, og fjárrekstrar allir til Seyðisfjarðar tept-
ust, en oftast mátti reka fé eftir akbrautinni til Reyð-
arfjarðar. Seint í okt. rigndi svo mikið, að elztu menn
mundu ekki annað eins. Flóð varð mikið á Út-Hér-
aði og skemdir af því sumstaðar. Á Kóreksstöðum
týndust um 70 lömb, sem flest rak þó upp út á söndum.
Nóvember allgóður; þá var fé ekkert gefið. í byrjun
desember iagðist að með harðindum, svo að alt fé komst
á gjöf og hross víðasthvar.
Á suðaustur-kjálkanum hretasamt en frostvægt í
október. Eftir það kaldranaleg hörkutíð, en ekki jarð-
leysur. Fé og hross tekið með fyrsta móti.
í Vestur -Skaptafellssýslu hagstæð tíð til veturnótta,
en þá setti niður feikna-snjó, einkum með fjöllunum, svoi
elztu menn mundu ekki annan eins um það leyti. Þó fent