Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Síða 7

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Síða 7
KRISTJÁN B. JÓNASSON: Innkaupaferd Á hverjum fimmtudegi biðum við komu hennar. Þegar við höfðum lokið við skreytingu kjötborðsins þvoðum við okkur vandlega um hend- urnar og fórum í hreina sloppa. Við konurnar reyndum að snyrta okkur eilítið framan við litla vaskspegilinn. Urðum að skáskjóta okkur til að komast sem flestar að honum í einu og þegar skyndilegir hnykkir komu á þvöguna sullaðist púður úr öskjunum niður í hárið á hinum. Karlmenn- irnir stóðu hjá og blönduðu sér ekki í hópinn. Þeir störðu á gljáandi vél- arnar og reyndu að koma auga á mynd sína í daufu málmskininu svo þeir gætu lagað á sér húfurnar eða greitt hárið. Kvöldið áður hafði ég úðað málningu á rauðu slaufuna mína. Slaufur hinna sýndust eilítið velktar við samanburðinn. Ég sá það best þegar ógreinileg mynd okkar birtist á flís- unum. Það stafaði af henni furðulegum ljóma sem ég skemmti mér við að sjá flökta á glansandi veggjunum þegar við gengum fram í búðina. Við höfðum lagt okkur fram við skreytingarnar. Ég tætti í sundur ótal salathöfuð og vafði þessum grænu vængjum um svínshöfuðið sem trónaði fyrir miðju borði. Sveipaði knippi af steinselju um strjúpann og það lýsti af dökkum vínberjunum og drjúpandi sneiðum vatnsmelónunnar og í munni dýrsins sátu jarðarber sem það virtist ætla að bíta í á hverri stundu. Ég gekk fram fyrir borðið og virti höfuðið fyrir mér. Könguló stökk út úr grænmetinu og fikraði sig áttfætt yfir bleika húðina. Hún hikaði við mött og lífvana augun, þreifaði varlega á stirðnuðum sjónunum en stökk síðan til hliðar. Hjólaskautadrengurinn þaut framhjá. Hann bar okkur tilkynn- inguna um að hún hefði rétt í þessu komið inn á lagerinn. Ég gekk aftur fyrir borðið og tók mér stöðu hjá hinum. Við stóðum í skipulegri röð, horfðum einbeitt framfyrir okkur og biðum þess að hún kæmi. Hún kom í sendiferðabíl sem hægt og sígandi bakkaði inn í vörumót- tökuna. Á meðan bíllinn var enn á ferð tóku hurðir hans að opnast, vöru- 5

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.