Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Side 9

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Side 9
þess að hún hreyfði finguma eða hallaði eilítið túrbaninum. Stundum æptu þær til hennar upplýsingar um verð og innihald vörunnar. Nær ósýnileg boð hennar skáru úr um hvort hlutirnir lentu aftur upp í hillu eða yrðu fangaðir í netið. Eg sá fiðurdúsk renna fyrir dragsúg eftir gólfinu og tók hann upp. Sjálfsagt hafði hann orðið eftir um morguninn þegar við reytt- um aligæsimar og hvítu endumar, fiðrið svifið umhverfis okkur sem hvítur hjúpur. A eftir lagði ég fuglana á bekkinn, tendraði í gasinu og sveið þá bláum loga. Hún nam staðar í snyrtivörudeildinni. Snyrtidaman kom með áltröppur undir hendinni sem hún klifraði upp á og settist í efstu tröppuna með sælgætisbakkann framan á maganum. Við og við lagaði hún böndin á öxlunum og strauk hárið aftur fyrir eyrað. Konan hafði rétt að henni gerfihandlegg sem snyrtidaman notaði til að sýna blæbrigði augnskugg- anna. Eitthvað annarlega slyttislegt við þessa hönd en snyrtidaman lét það ekki trulla sig. Öðru hvoru stóð hún upp til að kalla á konurnar í rauðu sloppunum með eilítið skrækri röddu og biðja þær um að rétta sér ilm- vatnsprufu eða maskara. Hún hellti prufunum í froðukennda klúta sem hún sveiflaði framan við konuna. Teygði sig eins langt og henni var auðið og veifaði þeim framan við andlitið á henni. Snyrtidaman skildi ekki bendingar hennar svo konurnar í rauðu sloppunum túlkuðu þær fyrir hana. Þær vissu hvað kipringur varanna eða dularfullar fingrahreyfingarnar þýddu og hrópuðu ráðningu stundarhátt af ótta við að snyrtidaman heyrði ekki í þeim. Þegar hún prílaði með sælgætisbakkann niður úr tröppunum var hún fremur stirð og teygði úr sér, tók bláleitan gerfihandlegginn upp af bakkanum og lagði hann á afgreiðsluborðið. Drengirnir héldu áfram ferð sinni með vagninn. Þeir ýttu honum eftir hörðum marmaragólfum, framhjá stæðum af niðursuðudósum og til- boðspöllum með skærlitum pappaspjöldum, kræktu fyrir rekkana og beygðu inn í næsta bil þar sem enn þurfti að bæta í innkaupanetið. Þeir hvísluðust ekki einu sinni á. Stóðu hljóðir hvor á sínum enda og þegar þeim var skipað að nema staðar stóðu þeir kyrrir og störðu á rautt plussið eða málmpípur vagnsins. Annar þeirra reyndi stundunr að seilast til velktra salatblaðanna sem sálu föst í einu hjólinu, reyndi að losa um þau með skótánni en náði aðeins af tægjurn sem límdust á sólann. Konan hátt fyrir ofan þá og aðeins með því að sleppa handföngunum og ganga til hliðar við vagninn gátu þeir komið auga á hana en þeir gerðu það ekki, 7

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.