Stúdentablaðið - 15.12.1992, Page 15
ÁSGEIR Ó. PÉTURSSON:
Roulir loin et longtemps
- Þetta er nú ljóti ísskápurinn, sagði Jón. — Fnykurinn kernur á móti
manni jafnvel áður en maður opnar. Nú verður að fora að gera eitthvað,
eins og t.d. að þrífa hann að innan.
- Hvaða stress er þetta í þér, Nonni, sagði Kristinn - Það er líf að
kvikna þarna á hverri sekúndu, við förum ekki að eyðileggja vonir og þrár
milljóna gerla og sýkla. Tveir tíglar.
- Pass.
- Ég set matinn minn ekki þarna inn í þessa rotþró.
- Tveir spaðar.
- Pass.
- Þú um það, settu hann bara hvar sem þú vilt. Fjögur grönd!
- Pass.
- Er þetta ásaspurning?
- Hvað heyrist þér þetta vera? Ekki er ég að spyrja hvernig þér líður eða
hvemig þér hafi gengið í prófunum.
- Fimm lauf, þá.
- I alvöru talað. Þetta er ógeðslegt.
- Pass.
- Fimm spaðar. Jæja hvað viltu gera við þessu? Henda öllum ónýta
matnum út eða hvað?
- Pass.
- Pass.
- Pass.
- Eitthvað svoleiðis, já.
- Byrjaðu þá, ég skal hjálpa þér þegar ég er búinn með þessa rúb...
Þetta gúm. Láttu út, Örn.
Jón sótti sér svartan sorppoka og byrjaði að tína matarleifar út úr ís-
skápnum illræmda. Margra mánaða gömul smjörstykki, græna brauð-
13