Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Síða 17

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Síða 17
- Hvað finnst þér um stríðið? spurði Eyjólfur hann. Alveg var þetta dæmigert fyrir Eyjólf. Þeir höfðu ekki sést árunt sam- an, en það næstfyrsta sem hann spyr unr er þetta. Það rifjuðust upp fyrir Erni heitar stjórnmálaumræður þeirra tveggja í frímínútum hér áður fyri'. - Svívirðilegt, tautaði Örn. - Mér finnst þetta bara gott á þessa Iraka, hélt Eyjólfur áfrarn eins og hann hefði ekkerl heyrt. Þeir eru búnir að leggja þarna undir sig Kúvæt og drepa fullt af fólki. Nú hlýtur þú að vera mér sammála Örn. - Mér finnst þetta allt saman svívirðilegt. - Finnst þér þá ekki rétt að frelsa Kúvæt? - Athugaðu nú að það er saklaust fólk sem verður fyrir sprengjunum. Þær fara ekki allar í hausinn á Saddami eins og sumir virðast halda. - Það er mér alveg sama urn. Þessir Irakar eru skepnur, og auk þess var það þetta fólk sem studdi Saddanr til valda, þannig að það á þetta alveg skilið. Þú hlýtur líka að sjá að það verður að reka þennan mann frá völdum og refsa Irökum. - Ef þetta er spurning um hefnd, þá skil ég ekki alveg... - Það er bara mannlegt að vilja hefna sín. Nú fauk í Örn, sent þoldi ekki þröngsýni af þessu lagi. Þess vegna gerði hann það sem hann gerði nú. - Hvað veist þú unt hvað er mannlegt, sem hefur aldrei snert kven- mann! Svo strunsaði hann inn í nemendaskrá, en sá samstundis eftir því sem hann hafði gert. Það var hræðilegt að segja þelta við aumingja drenginn. Ekki var það honum að kenna að hann var svo óaðlaðandi í úlliti og framkomu. - Eg ætla að skrá mig í námskeið, takk fyrir, sagði hann. Hann fékk aflient viðeigandi eyðublað. Hvað á ég að gera? Eg get ekki horftframan íhann aftur efég bið hann ekki afsökunar. Heimskulegt að láta þetta ómerkilega mál koma sér svona úr jafnvœgi. Staðreyndin var sú að Persaflóastríðið hafði fengið mjög mikið á Örn. Honum ofbauð hvernig sannleikanum var miskunnarlaust fórnað til að þjóna þeim eina tilgangi að niðurlægja ómerkilegan smákóng suður í löndum. Hann hafði alltaf haldið að fólk léti ekki blekkja sig svona auð- 15

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.