Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Page 19

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Page 19
BORKUR GUNNARSSON: Hengingin mikla Hen&jum hann, hengjum hann, það kom stutt þögn og svo var sagt með biðjandi rödd: pabbi hengjum hann. Ungur maður hokinn í baki kom gangandi með litla dóttur sína sem var undurfögur ung stúlka, dökk yfir- litum, barnsleg og með sakleysisleg augu. Hún benti áeinhvern fyrir aftan mig og sagði: hengjum hann. Menn litu upp frá vinnu sinni og horfðu áhugasamir á, einn heldri maður greip reipi og henti yfir axlir sér, á enda reipsins var snara. Brátt fór fólk að tínast að úr öllum áttum, allskonar fólk, gamalt, halt, ungt. Þetta var fólk með augu, eyru og surnir með nef. Það pískraði sín á milli og horfði á manninn fyrir aftan mig á meðan stúlkan sagði rólega; hengið hann. Eg leit aftur fyrir mig og gat merkt það á hræðsluglampanum í augum mannsins að hann væri örugglega sekur um eitthvað. Hann tók skyndilegan kipp og ætlaði að reyna að komast undan en mannfjöldinn hljóp á eftir hrópandi: hengið hann, hengið hann. Ungi maðurinn bað mig að passa barnið eitt augnablik á meðan hann hengdi þennan mann. Eg hélt í barnið og velti því fyrir mér hvort ég ætti að spyrja hvort einhver vissi hversvegna væri verið að hengja þennan mann, hvort ég ætti að reyna að stöðva þá eða bara hjálpa þeint. Æsingurinn var mikill, hróp og köll og brátt hreifst ég með og hrópaði: hengið hann, hengið hann. Litla stúlkan sem ég var dolfallinn yfir hve falleg hún var, sagði bara: það sem ég segi dregur enginn í efa. A augabragði var gálginn reistur og snaran sett upp. Og stúlkan hróp- aði; pabbi ger þú, hengd þú hann. Ungi maðurinn stóð stoltur við hliðina á fórnarlambinu, setti snöruna um háls þess og beið nteðan teknar voru myndir. Ungi stolti faðirinn brosandi, en maðurinn í snörunni brosti ekki, ekki einu sinni þegar stólnum var sparkað undan honum og án þess að vita af hverju dinglaði hann þarna í lausu lofti, spriklandi í leit að fótfestu. En hann fékk ekki að snerta jörðina fyrr en hann var búinn að dingla þarna í 17

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.