Stúdentablaðið - 15.12.1992, Side 28
fannst honum þægilegast að éta í einrúmi, svo til þess að losna við barnið
stakk hann upp á leik. Hann sagði:
„Bráðum greinist vegurinn í tvennt. Þú skalt ganga leiðina beinu og
breiðu, en ég þá mjóu og krókóttu. Það okkar sem verður á undan skal
útbúa máltíð og velja handa sjálfu sér bestu bitana, en geyma afganginn
handa hinu.“ Að svo mæltu þaut úlfurinn af stað og þegar hann koni að
vegamótunum valdi hann sér leiðina mjóu og krókóttu en barnið tölti í
rólegheitum eftir veginum beina og breiða.
Ulfurinn var ekki lengi að húsi ömmunnar. Hann barði hvorki að dyr-
um né kynnti sig, heldur gekk hann rakleiðis inn og beit gömlu konuna á
háls. Því næst nagaði hann af henni höfuðið og setti það á disk sem máltíð
handa barninu, dúkaði borðið og skreið síðan upp í rúm með skrokk
ömmunnar í kjaftinum.
Þegar úlfurinn hafði japlað á ólseigu kjötinu, sleikt í sig þunnt, salt
blóðið og brutt stökk bragðvond bein ömmunnar, ætlaði hann að hafa sig
á brott. Því þótt hann væri ekki hungraður lengur vissi hann að hunangs-
sæt lyktin af barninu hlyti að freista hans. En úlfurinn var þreyttur eftir
hlaupin og magi hans úttroðinn og í stað þess að hafa sig á brott að máltíð
lokinni, lagði hann sig út af í rúmið og ætlaði að liggja þar örlitla stund en
koma sér svo út úr húsinu áður en barnið kæmi. Hann lagði aftur augu sín
og yfir hann færðist værð. Innan skamms var hann sofnaður sem fastast.
Stuttu síðar kom bamið að húsinu.
Stúlkan var bæði svöng og þreytt eftir göngu sína í gegnum skóginn.
Hún hlakkaði til þess að leggjast út af og sofna í rúmi ömmu sinnar eftir
að hafa borðað leifamar af máltíð úlfsins. En hún vissi að hann hafði
unnið veðmálið. Hún opnaði dyrnar og við henni blasti dúkað borð og
höfuð ömmu hennar á hvítum diski. I rúminu lá úlfurinn og hann hraut.
Litla stúlkan hló. Heimski úlfur, hugsaði hún. Heimski heimski úlfur.
Hélstu að þú gætir fengið mig til að éta þennan haus. Heimski úlfur. Og
hún þreif höfuð ömmu sinnar upp á gráum hárlufsunum og fleygði því í
eldinn. Því næst sótti hún eldhússkæri og klippti gat á brjóst úlfsins. Hún
sleit hjartað úr brjósti hans, setti grjóthnullung í stað þess og saumaði fyrir
aftur með gríðarstórri nál.
Úlfshjartað lá á diskinum, blóðugt og heitt.
Litla stúlkan lagðist við hlið úlfsins í rúminu og lagði kollinn blíðlega
26