Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Side 43

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Side 43
ÞÓRARINN TORFASON: Ég vildi aðeins heyra ord hans Brennheit eyðimerkursólin svíður hörund mitt. Rífur upp skinnið á öxlunum, handleggjunum, fótunum, andlitinu og bakinu. Og ég skorpna í munninum. Líkt og munnvatnskirtlarnir þorni. Hætti að starfa. Og tungan límist föst við góminn. Eina hugsun mín er að komast í vatn. Ég þramma eftir sandinum. Sjóðheitum. Hann brennir mig í iljarnar, svo á þær koma blöðrur. Stórar blöðrur, sem springa og brennheitur sandurinn á greiðan aðgang að sárum iljum mínum. í fjarskanum heyri ég í vatni. Eina hugsunin að losna úr þessari eyði- mörk og drekkja mér í vatninu. I brjósti mínu vaknar tilhlökkun og spenningur. Tilfinningar sem legið hafa lengi í dvala. Hef ekki fundið fyrir þeim síðan ég sat uppi á hæðinni í kuflinum og bandskónum. Sat einn uppi á hæð og horfði niður í þröngan og djúpan dal, sem var fullur af fólki. Athygli allra beindist að ungum manni. Síðhærðum og skeggjuðum, sem talaði og talaði. Látlaust. Fólkið stóð í dalnum og hlustaði. Nam hvert einasta orð hans. Drakk þau í sig. Pá vaknaði spenningurinn í brjósti mínu. Ég fékk óviðráðanlega löngun til að heyra orð þessa unga manns. Heyra hvað hann var að segja öllu þessu fólki, sem stóð kyrrt og hlustaði á hvert einasta orð af vörum hans. Ég hníg niður. Andlit mitt skellur þungt í brennheitan sandinn. Og vatnsniðurinn enn hærri en áður. 41

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.