Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Síða 27

Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Síða 27
Glettur 63 G L E T T U R. Paehmann, pólski píanó- snillingurinn, var einkennileg- ur maður og fann upp á mörgu skrítnu. Einu sinni, þegar hann var í Ameríku, las hann aug- lýsingu frá konu, sem tilkynnti, að hún tæki nemendur í píanó- spiti, og var kennslugjaldið broslega lágt. Pachmann hélt, að þessi píanókennsla gæti ekki verið upp á marga fiska og lék forvitni á að reyna hana sjálf- ur. Hann barði að dyrum hjá konunni og falaðist eftir kennslu. „Kunnið ])ér nokkuð?“ spurði konan. „Það er nú lit- ið,“ svaraði Pachmann. „Spilið eitthvert lag, sem þér kunnið!“ Hann spilaði þá Chopinsvals. „Þetta er hræðilegt á að hlusta,“ sagði konan, „þér hafið haft lé- lega kennslu." „Satt er það,“ svaraði hann, „og ég byrjaði svo gamall að læra,“ Siðan greiddi hann fyrir kennslu- stundina og rétti henni nafn- spjaldið sitt og kvaddi. En henni hefir sennilega brugðið í brún, er hún komst að því, að maðurinn var enginn annar en Pachmann, einhver snjall- asti Chopin-leikari heimsins, sem var að draga dár að henni. Schumann og Wagner. Wagner var mjpg skrafhreif- •nn að eðlisfari, en Schumann gat verið í vinahóp heilt kvöld an þess að mæla orð frá munni. Einu sinni hitlust þeir, og rann þá mælskustraumurinn upp úr Wíijgner um músikmálefnin í Þýzkalandi og Frakklandi, stjórnmálin og hókmenntirnar,. og hvað gera þyrfti. Wagner hætti við að gera samtal að nokkuýnskonar fyrirlestri. Schumann hlustaði þögull á og lagði ekki orð i belg. Síðan sagði Wagner: Schumann er aðdáanlegt tónskáld, en óþol- andi maður. Það fæst ekki orð upp úr honum. En Schumann sagði: Wagner er mikið tón- skáld, en þrautleiðinlegur. Hann talar um allt milli him- ins og jarðar, svo að enginn kemst að. Það kjaftar á honum hver tuska. Paderewsky, pólski pianó- snillingurinn, átti búgarð í Sviss, og rak hann búið með dugnaði. Hann gaf sig oft á tal við bændurna í nágrenninu og snerist þá talið um búskap og skepnur, en ef þeir minnt- ust á tónlist við hann, varð hann fár við og vék talinu að öðru. Einu sinni keypti hann mörg svin af írskum béljnda. Bóndinn fór skömrnu síðar á markaðinn með nokkur svín. sem hann átti eftir. „Skelfing eru svíniii þín mögur, Paddy,“ sagði maður einn við bóndann. „Það er nú helzt,“ svaraði bóndinn, „þetta sýnir ekkert annað, en að þú hefir ekkert vil á svínum. Það er ekki meira

x

Heimir : söngmálablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.