Nýja stúdentablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 4
á mála hjá kúgunarvaldinu, sem hún barðist eitt sinn
skeleggast gegn, hún var gegn fólkinu, en ekki firir
það. Þessu þíðir ekki að neita í aðalatriðum, þótt
kirkjan hafi altaf þrátt fyrir alla eimd geimt fræ hins
eina veruleika. Af þessum sökum varpaði hinn vís-
indalegi sósíalismi í Evrópu öllum kristindómi firir
borð, af þessum sökum varð kirkjan erkióvinur fólks-
ins, sem gerði rússnesku biltinguna 1917, og óhrifa
þessara hörðu átaka gætir enn í dag. Sósíalistar sjá
aðeins hjástoð afturhaldsins, auðvalds og kúgunar-
valds þar, sem kirkjan er, og kirkjunnar menn sjá
fjandann sjálfan þar, sem sósíalistar eru, en að glæð-
unum blása auðvalds- og kúgunaröflin í líf og blóð.
Þetta er mikill sorgarleikur. Sósíalisminn og krist-
indómurinn eiga samleið, sósíalisminn á að hvíla í
skauti kristindómsins og vaxa af því, en ekki minka.
Um þetta þíðir ekki að tala við þá, sem hvorki eru
kristnir né sósíalistar, en beita guðleisisgrílunni í því
skini einu að hræða menn frá sósíalisma. Ég vil snúa
máli mínu til sósíalista, sem ekki mega vera hleipi-
dómafullir, ef þeir vilja vera sannir sósíalistar. Þeim
er ljóst, að sósíalisminn er lif, sem ekki verður deitt
af allri veraldarinnar kúgun og stríðsauðvaldi. En
þeim ætti einnig að vera orðið það allvel Ijóst, að
kristindómurinn er líf, sem því síður verður deitt.
Trúarþörfin eldist ekki af fólkinu. Þeim ætti að vera
orðið ljóst, að kirkjuvaldið er ekki = kristindómur-
inn, þ. e. Kristur sjáljur. Það má virða til vorkunnar,
þótt þessu væri ruglað saman í hita bardagans, á
meðan sósíalisminn varð að berjast fyrir lífi sínu
og tilveru gegn kirkjuvaldinu m. a. En nú ætti sósíal-
isminn að vera farinn að gefa sér tóm til rólegri
íhugunar, til skilnings á því, að Kristur er firir fólk-
ið, einsog hann hírtist í heilagri ritningu og lifandi
lífi allra tíma, að hann hefur aldrei í sannleika verið
æðsti prestur ifirstéltarinnar, að ifirstétlin, sem
smánaði hann og deiddi vegna alþíðuhilli lians og
hræsnisleisis, tók mörgum öldum síðar af limsku og
lævísi að eigna sér hann og tileinka í orði kveðnu,'
þegar hann hafði unnið sigur í hjörtum miljónanna.
Þetta var næturrán, óbætanlegt og Ijótt. Lamhi fá-
tæka mannsins var stolið, mannsins, sem var þó rík-
um rikari, á meðan hann átti sitt lamb. Hinn sanni
Kristur hvarf, Kristur hinna blindu, höltu, likþráu,
daufu, dauðu og fátæku, en í staðinn kom Kristur
þeirra, sem höfðu krossfest hinn sanna Krist, það var
Kristur hinna sterku, ríku og fínu. Kirkjan, sem
einu sinni var samfélag, var orðin stofnun. Hún
2
hafði alveg skift um sess, líkt og alólöglegt verka-
líðsfélag væri gert að Rotaryklúbb eða þessháttar.
Nógu lengi hafa sósíalistar látið hafa sig til þeirra
óhappaverka að veitast að kirkjuvaldinu sem það
væri Kristur sjálfur, og það er auðvaldsstéttin, sem
hefur narrað þá til óhappaverkanna, liggur mér við
að segja. Nógu lengi hafa sósíalistar, „billiga“
blekktir, látið auðvaldsstéttina halda Kristi fólks-
ins fyrir fólkinu sjálfu, hrifsa hann til sín. Kristur
er líf fólksins, hinn eini sanni Kristur. Hann er fró-
un þess og baráttuafl í senn, en ópíum eða stundar-
deifð er hann aldrei, þótt hræsnarar og þorparar
hafi oft falið falskristum sínum það hlutverk. Hinn
eini sanni Kristur getur hvorki dulist sósíalistum né
öðrum, sem eitthvað þekkja til Heilagrar ritningar,
til mannkinssögunnar um 19 alda skeið, eða til
sjálfra sín eða annarra, sem eru lifandi andi, hold
og hlóð á þessari stundu. Trúaður kristinn maður
elskar guð, en hatar hið illa. Hann elskar réttlætið,
en hatar ranglætið. Hann elskar frelsi allra guðs
barna, en hatar kúgun. Hann elskar sannleikann, en
hatar lígina og hræsnina. Hann elskar jöfnuð, en
hatar ójöfnuð, og hann leitast við að elska bróður
sinn í verki, afþvíað hann er skapaður af guði og
markmið hans er samfélag við guð. Þess vegna er
hann ómetanlegur.
Þetta eru nokkur meginsjónarmið kristins manns,
og ég fæ ekki séð, að þau geti komið í bága við
sjónarmið sósíalismans. Sannleikanum nær væri að
segja, að sósíalisminn ætti upphaf sitt í þeim. Og
minnist þeirrar staðreindar, að akur sósíalismans er
í kristnum löndum, það er engin tilviljun. Berið
aðeins saman jafnaðarhugsjónir kristindómsins og
jöfnuð og mannréttindi í löndum annarra trúar-
bragða. Þið getið sagt, að kristnir menn hafi nú ein-
mitt þverhrotið allar þessar lífsreglur sínar og haft
að ifirskini, og sé þetta einskis nítt. Mindi Faðir-
vorið hljóta að verða manni einskis nítt, þótt einhver
sneri því upp á djöfulinn? Það er að vísu enginn
leikur að vera kristinn í sannleika, kristindómurinn
gerir himinháar kröfur til þín, miklu hærri en sósí-
alisminn. Já, við skulum minnast þess, að hann gerir
miklar kröfur, og minnast þess, að hann gerir þær
eins til okkar og þeirra, sem okkur þikja hafa brugð-
ist. Því meiri ástæða er firir okkur að bregðast ekki.
Sósíalistar mega heldur aldrei gleima að gera miklar
kröfur til sjálfra sín, ef þeim er sósíalisminn hjart-
ans mál. Við megum aldrei gleima því, að við erum
NÍJA STÚDENTABLAÐIÐ