Nýja stúdentablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 27

Nýja stúdentablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 27
/ NÍJA STÚDENTABLAÐIÐ Utge/andi: FÉLAG RÓTTÆKKA STÚDENTA Einlakiff kostar í lausasöln kr. 5.00 Ritstjórn og ábirgð annast: A nú BöSvarsson . Björn I’orstcinsson Halldór Sigurðsson PREN'KSMIDJAN HOLAR H-F v_________________________________y NEISTAR Rógurinn um Rússland Engin þjóð í heiminum liefur verið borin slíkum firn- um óhróðurs og liga. Rógburðurinn um Ráðstjórnar- ríkin var gerður að sérstakri vísindagrein. Heilar stofnanir mótuðu og surfu þennan mannlífssora eins og dírasta málm. Hér heima voru starfandi mindarleg útibú, sem áttu jafnvel sjálfstæðum hæfileikum á að skipa. Blekriddarar borgarastéttarinnar grófu upp allt það rammasta og níðirtasta í íslenskri tungu til að Ifsa þessu voðalega fólki í þessu voðalega landi. Stefán Ogmundsson Frelsi auðvaldsskipulagsins Auðvaldsskipulagið hefur fram ifir sósíalska skipu- lagið frelsi, sem fólgið er í því, að menn geti hrópað í mirkri á hjálp, án þess að nokkur heiri. Thor Vilhjálmsson Lífsins brauð Við verðum að eta til að lifa, en við megum ekki lifa eingöngu til að eta. Prój. Símon Jóhann Ágústsson Stjórnarskrá Sovétríkjanna í stjórnarskrá Sovétríkjanna stendur skírum stöfum, að sá, sem ekki vinnur, á ekki brauð að fá. Ég held, Svo hvarfst þú mér, dalur, draumalandið mitt, og dökkir slcuggar filgdu sporum mínum. Um dimma nótt mig dreimir auglit þitt, er dögg og sólbros slcín af hvörmum þínum. Og Ijómi þinn oft lísti mínum vegi, svo lífs míns nótt varð eina stund að degi. NÍJA STÚDENTABLAÐIÐ að óhætt sé að fullirða, að það sé hið eina stjórnar- skráratriði í víðri veröld, sem tekið er óbreitt úr biblíunni. Tli. Dössing, sendiherra Dana í Moskvu Alþíðublaðið og sannleikurinn Arið 1930 stofnuðu Rússar til stjórnmálaflokks hér á landi í því skini að annast þau fimtuherdeildarstörf, sem rússneskir kommúnistar þnrfa að láta vinna firir sig í öllum löndum. Flokkur þessi fékk tvíþætt lilut- verk. Annarsvegar skildi hann kljúfa alþíðhreifinguna íslensku, en hinsvegar skildi liann reka hverjar þær njósnir fyrir hið erlenda stórveldi, sem óskað væri á hverjum tíma. Aljnðublaðið, 11. sept. 1945 Orð að sönnu Sá, sem verður ekki sósíalisti af að kinna sér stjórn- mál, — hann er fífl. llernard Sliaw Réttlæti og hefnd Ég ætla ekki að liirða um neitt réttlæti, lieldur að eiða og tortíma. 11. Göring í Vossische Zeitung, 4/3 '33 Kaupgeta almennings Flestir munu á einu máli um, að hin óhóflega fjár- velta og kaupgeta almennings geti ekki leitt nema til ófarnaðar. Vísir, 14. febrúar 1947 Höfðingsglæpi fela þeir Ilræsnarinn kallar helga menn þá lúifðingsglæpi fela, drígja hór og drepa menn, dírka goð og stela. Bólu-Hjálmar Islenskan er frjósöm móðir Islenskan er orða frjósöm móðir, ekki þarf að sníkja, bræður góðir, né stela lieilum hendingúm og hugmindanna vendingum, með skjall og skrum, frá þéim, sem við fátækt sína þreija og fordildarlaust deija. Bólu-H jálmar Ogreiðvikni Ekki er h'fsins gata greið. Það gerir einkum þetta, að enginn beinir annars leið eða neitt vill létta. Páll Ólafsson 25

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.