Nýja stúdentablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 21
3. Traustur fjárhagur, fé til nauðsinlegra framkvæmda og
trigginga í landinu og víðtæk sambönd við vinveittar þjóðir
sem flestar um gagnkvæm viðskipti.
Eg bíst við, að flestir séu Magnúsi sammála um, að þessir
hornsteinar hans séu grundvöllur, sem sjálfstæði allra þjóða
biggist á, þótt margt fleira komi þar til greina. Firsta atriðið
er veigamest og felur mest í sér. Fjárhagur getur verið þröng-
ur á ímsum tímum, þótt grundvöllur sá, sem fjárhagurinn
biggist á, sé allöruggur. Þannig er það algengt firirbrigði úr
sögu þjóðanna, að þær verða hver annarri skuldug fjárhags-
lega, en greiða skuldirnar, þegar úr rætist, og sjálfstæði
þeirra er engin hætta búin af slíku, ef í hóf er stilt og firir
girt, að einstaklingarnir geti sólundað þjóðarauðnum. Aftur
á móti er öllu hættulegra að lána hluta af stjórnarfarslegu
frelsi einliverjum aðila í hendur, þótt þetta lán eigi að end-
urgreiðast. Það stendur á sama, livort þar er um að ræða
umráðarétt ifir einhverjum ríkishluta eða sérstökum mál-
flokki. Slíkt hefur í för með sér réttarskerðingu. Ríki, sem
þannig hagar sér, er ekki fullvalda, livað sem allir prófessor-
ar, blaðasnápar og ráðherrar þessa lieims segja.
Magnús segir, að liann ætli ekki að metast um gildi þess-
ara hornsteina hvers um sig, liver sé dírmætastur, fremur en
hann vill metast um gildi skilningarvitanna. Þessi orð pró-
fessorsins sína vel meðal annars, í hvers konara hugarástandi
hann hefur verið, er hann reit Jiessa grein. llann segir, að
„varðveisla sjálfstæðisins geti verið undir því komin, að við
finnum á hverjum tíma, hvar mest mæðir á“, og eru það
orð að sönnu. Þjóðir verða alltaf að vera viðbúnar að snúast
gegn hverskonar erlendri ásælni og atferli innlendra manna,
er geta orsakað erlenda íhlutun, á livaða sviði, sem slíkt
kemur fram.
Baráttan við Dani
Magnús prófessor undrast afrek okkar Islendinga í bar-
áttunni við Dani og telur þau næstum óeðlilega góð. Sú bar-
átta var ekki háð með sitjandi sælunni. Hún stóð áratugum,
jafnvel öldum saman, og þó eru Danir lítil, vel inentuð og nú
orðið friðsöm þjóð. Málalokin við Dani eru ekki eingöngu
sjálfum okkur eða hetjulegri baráttu okkar einni að þakka,
þótt það viðurkennist, að ])eir, sem stóðu firir baráttu ])jóð-
arinnar, héldu vel á málum hennar og oft mjög vel. Þrátt
firir þetta heimtum við ekki hið lánaða sjálfstæði úr hönd-
um hinnar smáu frændþjóðar nema firir tilstuðlan óskildra
atburða, einsog heimstirjaldar og þess, að Danir háðu sjálfir
sjálfstæðisbaráttu í Sljesvík. Þetta petti að vera okkur íslend-
ingum lexía og umhugsunarefni. Hvað kostar |iað okkur, ef
hundraðfalt voldugri þjóð eða þjóðir en Danir ná á okkur
litlafingurstaki? „lfér var sannarlega búið að filkja liði. Hér
var unnið þrekvirki, sem á ekki marga sína líka.“ Fn þessi
barátta og þessi þrekvirki mega ekki vera unnin firir gíg
sökum skammsíni eða pólitískra hagsmuna einstakra manna
eða flokka í þjóðfélaginu.
Magnús segir réttilega, að úrslitin í sjálfstæðisbaráttunni
við Dani hafi sínt, hvílíkur vörður var þar haldinn um einn
hornsteininn, en segir síðan, að þau síni, að hér sé komið á
istu nafir þess, sem heilbrigt geti lieitið, og þau gefi full-
komna áminningu um, að atliuga, hvort ekki sé fullþunn-
NÍJA STÚDENTABLAÐIÐ
—
ÍVAR BJÖRNSSON:
Laun sindarinnar
Aj sindum og spilling er hreldur vor liugur
og hjartað þjakað af sárri raun.
En Guð er alvís og almáttugur
og úthlutar hverjum sín laun.
í Himnaríki hann til sín tekur
trúmenn, sem gera ijirbót,
en burt til Helvítis beint þá rekur,
sem bera sindanna merki Ijót.
Og þannig við hrekjumst svo heimanna mílli
og hljótum í síjellu annað líf.
Sem laun eða refsingu hamingju og hilli
við hreppum þar eða smán og kíf.
Sá góði fœr umbreist í engilsins líki,
en örlög sindugum veitast liörð.
Hvort erum við heldur í Himnaríki
eða Helvíti á þessari jörð?
\__________________________________/
skipað um aðrar undirstöður hússins. Þetta er einstök at-
hugasemd, enda kemur nú brátt í Ijós, til hvers refirnir eru
skornir.
Sefasíki þjóðarinnar
Eg bjóst við, að frambaldið mundi fjalla unt það, að fjár-
mál og atvinnumál þjóðarinnar hefðu verið vanrækt, alskon-
ar ómenning gerði vart við sig og þjóðin væri hætt að feta
digðaveginn undir leiðsögn kirkjunnar og nemenda Magnúss
Jónssonar. En önnur varð hér raunin á. Hann vendir sínu
kvæði í kross og segir, að hin langvinna réttindabarátta
liafi leitt til þess, að einskonar ofnæmi hafi gripið um sig
með þjóðinni, hún sé haldin móðursjúkum ótta um sjálfstæði
sitt og bendir á flugvallarmálin sem dæmi þess. Þetta er eitt
hið snjallasta, sem frá stuðningsmönnum hinna þrjátíu og
tveggja hefur komið. Prófessorinn viðurkennir með þessurn
orðum, að flugvallarsamningurinn hafi verið gerður í óþökk
þjóðarinnar og andúðin á öllu því athæfi, er þar var beitt
af samningsmönnum, hafi breiðst út með þjóðinni einsog
skæðasta farsótt, svoað hans hugtök séu notuð. Með þessu
hikar prófessorinn ekki við að drótta því að starfsbræðrum
sinum og nemendum háskólans, að þeir séu andlega vank-
19