Nýja stúdentablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 19

Nýja stúdentablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 19
lífið er að vakna í brjóstinu og hjartað er órótt. í hreifingum hennar sameinuðust míkt og þróttur. Indisþokki og líf var tákn hátternis hennar. Origgi hinnar gullnu æsku bar af svip hennar og fasi. Aug- un dökk gáfu í senn til kinna draum og þrá. Hún var á mörkum þess að vera æskurjóð stúlka og full- þroska kona og hafði ennþá ekki uppgötvað sína kvenlegu fegurð. „En hvað ljósin brotna einkennilega á haffletin- um,“ segir hann lágri, hljómlausri röddu einsog úr fjarska. Hann var fullur skilnings og samúðar. I hjarta sínu bar liann þrá til fullkomnunar, en var þó efagjarn. Lífsreinslu hafði hann fremur aflað sér með hugsun en hagnítri reinslu. Hann var fölur og viðkvæmur. Ennið hátt og bjart, brúnirnar dökkar. í bláum og djúpum augum han-s var þjáning. Þau höfðu gengið inn að hotni víkurinnar, þar- sem stígurinn lá í smábugðu, og síðan þvert firir víkina. Að baki þeim lá þorpið í móðu næturinnar, friðsælt og hljótt einsog lítiö barn. Það var í svefni. Þiturinn í grasinu barst að eirum þeirra. Það var tunglskin. Þau setlust á bekk við veginn. „Þetta er þá síðasta kvöldið, sem ég sé þig,“ segir hún lágt. „Já, ég fer á morgun, og kanski sjáumst við aldrei aftur. Stundum vilja til atburðir í lífi manna, sem skilja eftir spor, óafmáanleg spor. ASrir gleimast. Þegar frá líður, geimast þeir einsog firirboðar í minningunni, og á óvæntum stundum koma þeir ef- tilvill fram í hugann eitt andartak, likt og þegar svip ber firir eða stjarna hrapar, en óðar eru þeir horfnir, og svo er allt tómt.“ „Komdu aflur,“ segir hún titrandi röddu og horf- ir á hann, þarsem þau sitja úti í nóttinni. „Já,“ segir hann og tekur um hönd hennar. Og við snertinguna skildi hún, að lífið er ekki aðeins einstaklingur, heldur miklu fremur samstæða, líkt og mót eða opna í bók, — maður og kona. „Mér þikir vænt um þig,“ segir hún, og augun eru full af þrá. Hann stríkur hendinni um enni hennar og hár, og þau finna æsku sína í snertingum hvors annars. Þannig sálu þau, og filling lífsins harst um tilfinn- ingar þeirra. Þau liöfðu fundið gimstein, sem mátti ekki glatast, fjársjóð, sem mátti ekki eiða, þvíað hans verður ekki aflaö nema einu sinni. „Hvers mundiröu óska þér, ef þú ættir eina ósk?“ spir hann. NÍJA STÚDENTABLAÐIÐ „AS ég irði hamingjusöm,“ segir hún. „Hamingjusöm! Hvernig?“ „Ég vildi eiga góðan mann, og svo langaði mig til að eiga bíl. O, hvað það væri gaman að eiga bíl. — En þú? Hvers mundir þú óska þér?“ „Engir eiga sér heitari óskir en þeir, sem skilja ekki sjálfa sig,“ segir hann. „Þú ert svo undarlegur. Ég veit, að ég get aldrei gleimt þér -— aldrei.“ Hann var í senn draumur hennar og veruleiki. Iiún opnaði honum hjarta sitt, þvíað hún hafði engu að leina. Hún sá ekkert, sem skilið gat líf hennar frá því, sem hún þráði. Hann var aftur á móti dulur, og þóað tilfinning- arnar gengu inn að rótum hjarta hans, hélt hann þeim leindum. Hann hafði svo undarlega tilhneig- ingu til að flíja sjálfan sig, örlög sín. Þess vegna viðurkendi hann ekki lífið á sama hált og aðrir menn gera, heldur forðaðist það. Veður var farið að kólna, og þau gengu af stað sömu leið og þau höfðu komið. Það flígur fugl framhjá þeirn og hverfur út í nóttina. „Sástu þennan fugl?“ segir hann. „Hann flutti vonina með sér í heiminn. Orlög hans eru örlög okkar.“ „Ég skil þig ekki,“ segir hún. „Hvað meinarðu?“ Hann lítur til lofts og segir andvarpandi: „Ég skil það ekki sjálfur.“ Svo ganga þau þögul og hugsa, og firr en varir eru þau komin inn í þorpið og þangað, sem hún á heima, þetta litla þorp við víkina. Og húsin höfðu hvert sinn persónuleika og sál, og fólkiÖ horfði á gestinn, þegar hami kom, og börnin vöppuðu í kring. En nú var ekkert fólk og engin börn. Gestur- inn var líka að fara. 1 hálfan mánuð hafði hann gengið um þetta þorp, út með þessari vík, séð þetta fólk, þessi börn. Og stúlkan, sem liann var að skilja við, hún var fallegasta blómið í þorpinu. 1 litlu jjorpi vex aðeins eitt fagurt blóm. Svona er að kinnast ungri stúlku í litlu Jjorpi. Það er einsog að hafa fundið fegursta blómið í allri sveitinni. Það lifir aðeins eitt vor. Svo er maöur farinn. Komi maður aftur, er það horfið. En hver getur nokkurn tíma gleimt slíku vori, sem einu sinni hefur lifað það, fegursta vorinu á æfinni, fegurstu minningunni, svo hreinni, svo bjartri? Eirsti skilnaðurinn. Það er hinn eini sanni skiln- 17

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.