Nýja stúdentablaðið - 01.02.1947, Page 8

Nýja stúdentablaðið - 01.02.1947, Page 8
BLAÐAMÁL Ritnefndin ætlast til þess, að hér eftir verði nokkru af rúmi blaðsins varið til að ræða um ís- lenskt mál. Við Islendingar erum i tölu þeirra ör- fáu þjóða, sem tala klassiskt mál. Tunga okkar hefur nauðalítið breist frá því í árdaga, er firstu landnáms- mennirnir stigu hér á land og íslenskan varð til. ímsir virðast eiga bágt með að átta sig á, að hér sé um nokkurn ávinning að ræða firir íslensku þjóðina. Margir halda því meira að segja fram, bæði í gamni og alvöru, að íslenskan sé afkimamál. Hún sé þjóð- inni fjötur um fót, þvíað hún eigi þess lítinn kost að kinna sér ímis bestu rit mannsandans sökum þess, að hún skilji þau ekki. I þessu sambandi er allfrægt dæmið um mentamanninn, sem sigldi til Ameríku og skrifaði heim og lísti ifir því, að nú sæi hann, að ís- lenskan væri ófrjótt, menningarsnautt mál, sem hvorki væri hægt að hugsa ærlega á né tala. Hér er ekki tækifæri lil að krifja þetta mál rækilega að þessu sinni, og verður að nægja, að stiklað sé á stóru. íslendingar geta ekki ferðast um í veröldinni án þess að læra erlend mál. Þar eigum við að stríða við sömu örðugleikana og flestar aðrar þjóðir.Viðgetum .... Vér álítum, að uppræting nasismans og heimsvalda- stefnunnar sé ófrávíkjanlegt skilirði firir varanlegan frið og belri heim. .... Vér trúum því, að Sameinuðu þjóðirnar geti, ef eiw læg samvinna tekst með líðræðissinnuðum öflum innan þeirra, orðið að sterku alþjóðasambandi, sem trigt geti mannkininu réttlátan og varanlegan frið. .... Vér fordæmum stjórn Francos á Spáni. .... Það er skoðun vor, að efnahagslegt öriggi sé undir- staða friðarins og árangursríks mentalífs, og vér leggjum áherslu á, að triggja þurfi öllum þjóðum slíkt öriggi. .... Vér leggjum áherslu á þá skoðun vora, að nota eigi vísindin í þágu framfaraviðleitni mannkinsins, en ekki í eiðileggingarskini eða sem tæki til ifirdrotnunar. .... Vér h'sum ifir samúð vorri með þeim stúdentum í Egiptalandi, Grikklandi, Indlandi, Indónesíu og nokkrum Suður-Ameríkuríkjum, sem enn eiga í harðri haráttu fyrir frelsi þjóða sinna. .... Sem stúdentar fordæmum vér öll forréttindi, sem bigð eru á stéttamismun, hörundslit, kinferði eða trúar- brögðum. ekki heldur lesið erlend rit án nokkurrar málakunn- áttu, en það er hægt að snara þeim á íslenska tungu. Ef ritin eru svo umfangsmikil, að þíðing er ófram- kvæmanleg sökum takmarkaðs kaupendafjölda, mundu þau rit hvorki vera né verða almenningseign í heimalandi sínu. Þessar ástæður eru því háðar léttvægar, þegar meta á gildi tungunnar. Auðvitað stendur og fellur gildi hverrar tungu með því, hvaða skilirði hún skapar mönnum til að láta í ljós hugs- anir sínar, því að hún er tæki manna til að tjá hug sinn eða leina því, sem inni firir bír. Á ímsum tímum hafa margir góðir og gáfaðir menn orðið til að lofa íslenskuna firir hæfni hennar til slíkra hluta. Guð- brandi biskupi farast einhverstaðar orð á þessa leið: „Móðurmál vort er í sjálfu sér bæði Ijóst og fagurt, og þarf ekki í þessu efni (þíðingum) úr öðrum tunguinálum til láns að taka eða brákað mál né bög- ur að þiggja.“ Fræg eru einnig orð Einars Bene- diktssonar: Ég skildi, að orð er á íslandi til um alt, sem er hugsað á jörðu. íslensk tunga hefur tvímælalaust margt til síns ágætis. Hún er gagnsætt mál, mindauðug og frjó. Þrátt firir þetta þarf hún að sigrast á mörgum erf- iðleikum. Tuttugasta öldin ber fangið fullt af við- fangsefnum, sem krefjast nírra hugtaka og reina á þolrif tungunnar. Það, sem af er, hefur hún staðist reinsluna með príði. Imsir mætir menn hafa lagt höfuð sín í bleiti og hjálpað henni ifir marga örðuga hjalla. Margir þröskuldar eru þó enn eftir, sem tung- an verður að komast ifir. Þar er sérstaklega um að ræða margvísleg óhlutstæð hugtök á sviði lista og vísinda. Við eigum einnig fremur lítið af tærum skáldskap (lyrik) í bundnu máli og óbundnu, og verða rithöfundar okkar að leggja sig betur fram á því sviði. Þeir, sem fengist hafa við íslenskukenslu í skól- um þessa bæjar, vita af eigin raun, að málvitund manna er mjög á reiki, og mörgum virðist ekki lagið að tala eða hugsa í samhengi. Þetta er alvarlegt at- riði og krefst athugunar. Aukin móðurmálskensla í skólum á að geta bætt nokkuð úr skák, en sá er þó Ijóður á ráði hennar, að hún er hnept í viðjar fjar- stæðrar stafsetningar. Stafsetning og mál eru að nokkru leiti tvö atriði, og kensla í stafselningu er því ekki nema að litlu leiti kensla í móðurmálinu sjálfu. íslenska stafsetningu verður því að auðvelda til verulegra muna. 6 NÍJA STÚDENTABLAÐIÐ

x

Nýja stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.