Nýja stúdentablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 11

Nýja stúdentablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 11
HALLDÓR SIGURÐSSON, stud. mag.: Sé ég mindir framhjá falla, flíja veröld geisla alla, húmsins raddir heiri ég kalla á hulin mögn um stirk og þrótt. Þankans flug í þungum kjörum. Konungur undirheima þögla leit frá duftsins snörum, en hljómabrot af Hávans svörum F I R R I H L U T I • í hugans djúp fær enginn sótt, þótt hvísli orð af ungum vörum út í þögla, dimma nótt. I Nóttin mirka blæju breiðir um bigðir manna og laðar, seiðir hugann út á huldar leiðir, er hljóðnar alt um vetrarkvöld. Sem fornar vofur firri tíða mér finnast dimmir skuggar líða fram og einsog ormar skríða • um hin bleiku næturtjöld og þöglir mín í þirping bíða, þegar nóttin tekur völd. Mannheim fillir mirkur, dauði, mannsins sta-it firir nægu brauði, skortur er á öllum auði, engum þirstum svölun veitt. Ifir heiminn allan flítur úthelt blóð. Þeim kvöðum lítur lífsins alt, sem lífsins nítur, að lifa á öðrum. Ei grið fær neitt. Hvert líf að lokum bát sinn brítur við blindsker dauðans, eitt og eitt. Þá svífa fii'ir sjónir mínar á svörtum vængjum mindir þínar, líf, er bjarmi dagsins dvínar, dimmir ifir huga minn. Er þessa skugga sé ég sveima, er svartigaldur mirkraheima vakti upp og glötun geima í grafardjúpi, hvert eitt sinn mér finnast ógnarelfur streima og öldur falla í brjóst mitt inn. Hver ert þú, sem mirkrið magnar, móti ljósi sigri fagnar, dvelst í heimi dauða og þagnar, þar daginn skortir ljós og il? Hver ert þú, sem heimi heldur í hendi stirkri og þjáning veldur? Mind þín öll er auðn og eldur, ímind þess, sem verst er til. Og andinn starir ógnum skelfdur ofan í tímans mirka hil. II Nú birtist sín, og hálfan heiminn hulinn bak við skíjaeiminn sé ég falla gegnum geiminn — — greiðist þokuhjúpurinn —. Hann berst mér nær. Nú lít ég löndin. Logabjört er jarðarströndin. I hljóðri lotning lítur öndin lögum þínum. Vilji þinn vefur alt í vanaböndin. — I vöggu hvílir maðurinn. — Særi ég þig, sálnafjandi, svip þinn birt, þú mirkraandi, er vilt, að alt í eldi standi, öll sé gleðin blekking, tál. Seg mér, hvað þér völdin veitir, er veröldinni í glötun steipir. Frá þér liggja logar heitir og læsa sig um hverja sál, svo akri heims í eld þú breitir. Andi, birt þitt leindarmál. NÍJA STÚDENTABLAÐIÐ 9

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.