Nýja stúdentablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 17
Vönduð bók
Jón Björnsson: Heiður ættarinnar;
skáldsaga. Helgafell 1346.
Frómt frá sagt er ég næstnm hættur að geta lesið skáld-
sögur. Þegar komið er svona á blaðsíðu 70 til 80, er mér
farið að leiðast svo mikið, að ég má til að hætta. Laxness er
eini íslenski söguhöfundurinn, sem ég kemst framúr með
velþóknun, og er það raunar ekki í frásögur færandi. Eg
varð því ekki h'tið forviða um daginn, er ég var kominn aftur
á síðu 321 í skáldsögu og bókin þar með búin. Þetta var
saga Jóns Björnssonar, Heiður ættarinnar, og er með þessu
sagt rnikið af því, sem segja þarf. Þó er ekki úr vegi að
spirja, hvers vegna mér hafi veist svona auðvelt að lesa hók-
ina. Mergurinn málsins og bókarinnar er sem sé sá, að hún
er barmafull af sögu. Við skjóta ifirsín fjallar sú saga um
átök gamals tíma og nís og lísir andstæðum í lífsviðhorfi
tveggja kinslóða, sem ekki skilja hvor aðra. En þótt atburðir
séu að nokkru ofnir um sögulega sannreind, símamálið
fræga, mun ætlun höfundar ekki vera sú að leisa neinn hnút
í þeirri Islendingasögu, sem annálar ná til, heldur einungis
sú að segja sögu, vegna þess vitaskuld að örlög ntanna sóttu
að honum og báðu hann segja frá sér. Svo mikið er höfundi
í mun að koma af sér þessari sögu, að oft finst rnanni stiklað
á altof stóru í frásögniuni, enda hefðu sumir langhunda-
höfundar sagt hana í einunt þremur bókum, og tapað þá
öðru, sem þessi höfundur vinnur.
Er ég las hókina, sló mig aftur og aftur, hve raunsönn hún
væri. Höfundurinn leggur sig í framkróka að gefa skrum-
lausa lísingu á almennu fólki. Auðvitað er höfundur á sama
máli og sá níi tími, er hann segir frá, án óvildar í garð hins
gamla og veit þannig, að það er ekki af illmensku gert að
ganga móti níjum straumum. En gamalt hús, að falli komið,
verður ekki flutt af grunni sínum. Mannlísingarnar eru ekki
hnitmiðaðar, linútar eru ekki höggnir og atburðir draga ekki
til dramatískra voðaverka, en þegar sögunni líkur, þekkir
NÍJA STÚDENTABLAÐIÐ
maður nokkurnveginn þetla fólk. Ég er þó
dálítið misnægður með það, hve vel Bjarna
nafna mínum gengur að taka sinnaskiftum
í veikindum sínum. (Hnúturinn er kanski
skorinn?) Mér leiðist Hka að vita síðast af
Hrefnu í ráðskonustöðu hjá bróður sínum
og vanta ást. Voru henni ekki firirhuguð
stærri örlög? í síðari hluta sögunnar vant-
ar fréttir af Eisteini. Það skildi þó aldrei
vera, að hann komi ekki heim í Djúpadal
aftur?
Stíllinn er ákaflega umsvifalaus og hisp-
urslaus, nærri því um of. Ilann er svo á-
leitinn og nálægur, að mann langar stund-
um til að lesa bókina gegnum kíki til að
liafa hana ekki alveg eins nálægt brjóst-
inu og augunum. Það er sumstaðar of-
mikill ritblær á málinu, þvíað samræður
manna eru vitaskuld talmál, þótt þær séu ritaðar niður!
Bækur eru brot af h'fi, en hvorki upphaf þess né endir og
takmark þess allra síst. Til þeirra þurfa að liggja þræðir
framan úr liðnum sögumj og frá þeim þurfa að liggja þræðir
inní óskráðar sögur. Eftilvill er það meginkostur þessarar
bókar, að jafnframt því, sem hún segir mikla sögu á blöðum
sínum, lætur hún mann gruna langa sögu og mikil örlög,
hæði áður en hún hefst og eftir að henni líkur.
Bjarni Benediktsson jrá Hojteigi.
Leiðindabók
Ingvi Jóhannesson: Skíarof, kvæði.
Helgafell 1947.
Meginljóðurinn á ráði þessara kvæða liggur í augum uppi.
Þau láta mann ósnortinn. Manni koma þau ekki við. — Öðr-
um fæti stendur þessi hók í þískri rómantík, sem ekki er
heimilisföst á 20. öld, enda löngu búin að vera nema sem
minning. llinum fæti stendur hún í þeirri málamiðlun milli
guðs og manna, sem kallast guðspeki. En það er ekki sagt í
niðrunarskini við guðspekina, sem er á margan hátt merki-
leg fræði það ég veit og stórum frjórri en uppspuni sá, er
guðfræði heitir. En verði ekki betur ort útaf henni en hér er
gert, er hún ekki vel til skáldskapar fallin. Taka má fram,
að kvæðin eru gersantlega sönglaus, og má niðurlagið teljast
óheppið, ef það hefur eitthvað saman við upphafið að sælda.
Þegar þar við bætist, að þau forðast dagskrármál einsog
brendur köttur graut og eru sökkhlaðin abstrakt orðum, sem
hvergi skírskota til átækra hluta, þá eru þetta sannkölluð
þokuljóð. Og þarf ekki Austfirðing einsog mig til að leiðast
svoleiðis nokkuð.
llvað iiiii formið þá? Það er stirðnað og gleðisnautt. Ég
meina: Höfundurinn hefur ekkert indi af formi eða búningi
vegna |iess sjálfs. Formið er hér aðeins lieldur óvandað tæki
til að koma kvæðismind á það, sem sagt er. Fremst er 41
kvæði og munu eiga að vera sonnettur, og má þó geta, að
15