Nýja stúdentablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 10
ustu menn í landafræöi, en sem minnast þess, að
breski flugherinn lagði upp frá íslandi í firstu flug-
ferðina, sem farin var til Norðurpólsins að styrjöld-
inni lokinni, dregið sínar áliktanir." Hér er mjög
klaufaleg hroðvirkni. Ilt er að sjá, livað samteng-
ingin en merkir. Sennilega merkir hún = þó. —
S. d. talar Víkverji um liúmbúkk, en stafsetur það á
enska vísu: humbug.
Laugard. 11. jan.: „Þau mistu alt sitt, sem þau
áttu, sern ekki var víst mikið, en þó nóg til að halda
lífinu í barnahópnum og sjáljum sér.“ -—- Hér er
hvatt til góðverks með þeim hætti, að málfarið fælir
menn frá. Orðalagið bendir til þess, að í eigu hinna
umræddu hjóna hafi verið fleira en þau áttu. Rök-
vísi góð! — Tvær samhliða tilvísunarsetningar eru
hér tengdar við aðalsetninguna með tilvísunarfor-
nöfnum, en ekki hvor við aðra með aðaltengingu,
einsog vera ber. Einnig má skilja þessa málsgrein
þannig, að eigurnar hafi átt að halda lífinu í sjáljum
sér. — S. d. segir Víkverji, að veðurstojan öll hafi
sennilega „verið með ólæknandi hiksta vegna þess
slæma umtals, sem starfsmenn hennar urðu fyrir.“
Aumingja stofan!
Sunnud. 12. jan. grípur Víkverja málæði, og hann
tekur að bölsótast ifir því, hversu leiðinlegir séu þeir
menn, sem sífelt stagast á því, að bæta þurfi málið,
þvíað „tungan sé að jara í hundana“. Mér hefur þá
misskilist stefnan hjá stofnanda ísafoldar, ef hann
hefði sætt sig við slíkt sem þetta í dálkum blaðsins.
— í þessúm stutta kafla, sem hér um ræðir, kemur
aðaltengingin en fimm sinnum firir í upphafi máls-
greinar. Slíkt þikir heldur viðvaningslegt, þóað íms-
ir góðir íslenskumenn hafi þennan kæk.
Þriðjud. 14. jan. segir Víkverji, að drikkjumað-
urinn sé sjúklingur, sem fara verði með einsog veik-
an rnann. — Litlar fréttir, að þannig verði að fara
með sjúklinga. -— Ennfremur segir hann: „Það ef-
ast enginn um, að jrað getur farið þannig firir hverj-
um einasta drikkjumanni, einsog mindin sínir.“ —
Hér er eitt dæmi af mörgum um óhóflega notkun
aukafrumlags. Víkverji er ekki íhaldssamur með það.
— Ekki er alveg ljóst af málsgreininni, hvað það er,
sem mindin sínir, þvíað samtengingin einsog er hér
notuð nokkuð tvírætt, líkt og hún væri tilvísunarfor-
nafn.
Miðvikud. 15. jan. talar Víkverji um „hið níja
farþegaskip ríkisins, sem nú er í smíðum.“ Oft rat-
ast kjöftugum satt á munn, og rétt er það, að íslenskt
8
ríki sósíalismans er nú í smíðum hjá þróun menn-
ingarinnar. — S. d. segir Víkverji, að „það skorti
mjög á, að afgreiðsla í verslunum bæjarins sé eins
greið einsog hún gæti verið“. Rangt er að tvítaka
eins, enda forðast það flestir, þegar ekki er nema
eitt orð á milli.
Fimmtud. 16. jan.: „Ástæðan jirir þessu hrillilega
slisi voru strákapör.“ Ifirleitt segja málvöndunar-
menn fremur ástœða til e-s en ástœða firir e-u. —
S. d. segir hann: „Eitt nílegt dæmi um þetta gerðist
í Kleppsholtinu á dögunum.“ Mér finst óþarfi að
taka það fram, að dæmi, sem gerðist á dögunum, sé
nílegt. — S. d. minnist hann á, að sumir segi, að
nafnið Keflavíkurflugvöllur „sé svo langt og erfitt
firir útlendinga að bera fram.“ Varla hefur maður-
inn verið að þíða úr ensku, þó að hann noti hér
orðalag þess máls (this is a difficult name to pron-
ounce).
Hér hefur verið stiklað á stóru og rnörgu slept,
og auk þessara dæma mætti mjög víða henda á am-
bögulega setningaskipun og flækjulega. — Ég hef
ekki heldur tekið dæmi um það, þó að mörg séu, að
þessi blaðamaður setji santan tvær samtengingar,
sem eiga heima hvor í sinni setningu, t. d.: „Það er
alveg hátíska eins og stendur, að ej rnaður þarf að
halda tækifærisræðu, þá velur hann sér að umræðu-
efni „hið óskaplega slæma mál blaðanna“.“ (12.
jan.)j — Einnig er það venja hans að hafa atviks-
orð á undan umsögninni í aukaselningum, en venja
er að strika ifir slíkt hjá skólanemendum, af því að
það þikir ekki hoðleg íslenska.
Það hefði verið vert að bera dálka Víkverja sam-
an við samskonar dálka í öðrum blöðum, en til þess
þarf meiri athugun en ég hef gert. Ég held þó, að
hann irði þar aftastur, enda væri ástandið aumt, ef
málfar hans væri ekki verst þeirra allra.
19. janúar 1947
Arni Böðvarsson.
Vísir og viðskiftavinirnir
Islenskir kommúnistar hafa aldrei borið af sér og
aldrei sannað, að þeir taki ekki firirskipunum frá er-
lendu valdi. Meðan þeir gera það ekki, er ekki hægt
að líta á þá öðruvísi en sem flokk í erlendri þjónustu,
er lætur nota sig til árása á stórveldi, sem er besti
viðskiftavinur íslands.
Vísir, 26. jebrúar 1946
NÍJA STÚDENTABLAÐIÐ