Nýja stúdentablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 12

Nýja stúdentablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 12
KVEÐJA Árið 1943 kom út athiglisverð bók í Lundúnum, og heitir hún Morts pour la France (Þeir dóu firir Frakkland). Bók þessi hefur að geima hinstu kveðj- ur ímissa manna til frænda og vina. Þjóðverjar tóku alla höfundana af lífi sökum starfs þeirra í þágu frönsku frelsisbaráttunnar, en þeir gátu komið nokkrum kveðjuorðum frá sér firir aftökuna. Flestir þessara manna voru sósíalistar að skoðun, og vafa- Iaust mundi afturhaldið hér á landi velja þeim öll- um samheitið kommúnistar, þótt slíkt sé ekki að öllu leiti rétt. Margir þeirra voru ungir námsmenn, sem áttu alla framtíðina firir sér, en þeir fórnuðu hik- laust lífi sínu firir hugsjónir sínar. í öllum þessum bréfum birtist manni sameigin- legt einkenni allra sannra sósíalista, þráin til að skapa mannkininu betra og fullkomnara b'f. Origgi það, sem góður málstaður veitir, hefur gert sósíalism- ann að andlegu stórveldi, sem enginn getur sigrað. Andstæðingar hans hafa engin vopn, sem bíta hann, önnur en þau, sem sósíalistar smíða þeim sjálfir með fávíslegu framferði. Þótt eigi væri af öðrum sökum en þessum, verða unnendur þeirrar stefnu að kosta kapps um að vera vandaðir menn í hvívetna. Hér er birt eitt bréf úr bókinni Morts pour la France, til þess að íslendingum gefist kostur á að kinnast hugarfari manna, sem dóu firir hugsjónir sín- ar í frelsisbaráttu síðustu ára. Þíðingin er gerð af Árna Böðvarssini, stud. mag. Bréf frá Bloncour, sem var sonur þingmanns úr liópi sósíalista og hafði orðið blindur í stríðinu. Hann hafði’ stundað nám við háskóladeild í náttúruvísindum, en nasistar dæmdu hann til dauða sem skæruliða. -— Hann var félagi í æsku- líðsfilkingu franskra kommúnista. Kæru foreldrar! Þegar þið fáið þetta bréf mitt, munuð þið þegar hafa fengið hina hræðilegu fregn. Eg dei hugrakkur, og ég skelf ekki firir dauðanum. Ég harma það ekki heldur, ef það getur orðið til þjónustu föðurlandsins eða frelsisins. • Mér þikir það mjög sárt að enda nú æfi mína, afþvíað ég finn, að ég get verið gagnlegur. 011 mín þrá hefur verið í þá átt, að trigður væri betri heimur. Eg hef skilið mjög vel, að þjóðfélagið er í reindinni ranglátur vanskapnaður. Ég veit, að málfrelsið er að- eins á pappírnum, en ég vil, að það breitist. Vegna þessa dei ég, vegna sósíalismans. Ég hef þá sanfæringu, að heimur framtíðarinnar verði betri, réttlátari, og að þeir lágu og smáu fái að III Þá ifir landi eimur leikur, ógnarþrunginn, svartur reikur, opnast jörð, og andi bleikur upp þá rís og mælir: „Heir, þú herra minn skalt fá að finna. Filg mér einn til sala minna. þvíað skuggar þanka þinna, svo þungt á hurðir kníia þeir. — En þeirri för ei færðu að linna, firren hinsta ljósið deir. Inn í reikinn andinn heldur, eftir fer ég krankur, hreldur, örlögunum ofurseldur. Alt er dauðakirt og hljótt. Eftir þöglum undirgöngum ólánsmenn með bleikum vöngum reika eftir leiðum löngum, leita þar að friði og þrótt, — á örlaganna undirgöngum, þar eilíf ríkir nótt. Hve dimt og autt, það ógn mig fillir, eiðinótt, er hugann trillir og af öllum vegum villir, hver vonarneisti deir, er rís. Mun hér ei loks sá leiðarendi lífs, sem grimd í mirkur sendi? Hrolls og ótta í hug ég kendi, því hér ert þú, er sjá ég kís. Þá liftist firir huldri hendi hliðið mikla — að Paradís! 10 NÍJA STÚDENTABLAÐIÐ

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.