Hlín - 01.01.1925, Page 2
Kvennaskólinn á Blönduósi
Kensla hefst í skólanum hinn 15. október í haust og
stendur til 14. maí í vor.
Kent verður: Hússtjórn, vefnaður, allskonar kvenfata-
saumur og önnur handavinna, og karlmannafatasaumur í
sjerstakri deild. — í bóklegu er aðal-áhersla lögð á ís-
lensku, reikning og náttúrufræði.
Inntökuskilyrði á skólann eru þessi:
a. Að umsækjandi sje ekki yngri en 14 ára. .
b. Að hann hafi engan næman sjúkdóm.
c. Að hann hafi vottorð um góða hegðun.
d. Að helmingur af skólagjaldi og fæðisgjaldi sje
greitt við inntökú, og ábyrgð sett fyrir eftir-
stöðvum.
e. Að umsækjandi sanni með vottorði, að hann hafi
tekið fullnaðarpróf samkvæmt fræðslulögum, ella
gangi undir inntökupróf þegar hann kemur í skól-
ann.
Skólagjald er 75 kr. um námstímann.
Nemendur hafa haft matarfjelag og skólinn sjer um all-
ar nauðsynjar.
Skólinn leggur námsmeyjum til rúmstæði með dýnum
og púðum. Annan sængurfatnað verða þær að leggja
sjer til.
Umsóknir um inntöku í skólann sendist formanni skóla-
stjórnarinnar, alþm. Þórarni Jónssyni á Hjaltabakka, fyrir
miðjan september.